Gleðitíðindi að spila á Kópavogsvelli þar sem Blikar „þekkja hvert gervigras“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson fær að leiða liðið sitt út á Kópavogsvöll í Sambandsdeildinni í dag. Vísir/Arnar Höskuldur Gunnlaugsson fagnar því að Blikar fá að spila leikinn á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu á þeirra eigin heimavelli í riðlakeppninni en ekki í Laugardalnum. Það kom þó ekki af góðu því færa þurfti leikinn af Laugardalsvellinum vegna veðuraðstæðna. UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn