Aaron Rodgers má byrja að æfa ellefu vikum eftir hásinaraðgerð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 16:31 Aaron Rodgers virðist vera að takast hið ómögulega en þarf auðvitað að komast yfir fleiri hindranir á leið sinni til baka inn á NFL völlinn. Getty/Rich Schultz/ Einhver ótrúlegasta endurkoma íþróttamanns eftir alvarleg meiðsli er nú einu skrefi nær því að verða að veruleika. Þegar sáust myndir af Aaron Rodgers kasta boltanum fyrir leik New York Jets á dögunum þá var eflaust til efasemdarfólk sem hélt að þetta væri bara eitthvað plat. Hvernig á maður sem sleit hásin í byrjun september geta snúið aftur til æfinga aðeins ellefu vikum síðar? Stórstjarnan Aaron Rodgers er hins vegar að gera einmitt það. Jets tilkynnti í gær að Rodgers mætti byrja að æfa aftur með liðinu. Þeir tóku hann af meiðslalistanum og hafa til 20. desember til að meta stöðuna á honum. Rodgers hefur sett sjálfur stefnuna á það að spila á móti Washington Commanders 20. desember næstkomandi. Rodgers heldur upp á fertugsafmælið sitt á laugardaginn kemur en þótt að hann megi byrja að æfa þá er hann þó ekki kominn með grænt ljóst á að fara í átök. Hann æfir án snertinga til að byrja með og menn munu síðan meta stöðuna á honum dag frá degi. Rodgers segir sjálfur að tvennt muni ráða endurkomu hans. Heilsan auðvitað og svo hvað mikla möguleika Jets liðið á að komast í úrslitakeppnina. Robert Saleh, þjálfari Jets, segir að Rdgers muni spila ef hann vill spila og ef hann fær grænt ljós frá læknum. NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Þegar sáust myndir af Aaron Rodgers kasta boltanum fyrir leik New York Jets á dögunum þá var eflaust til efasemdarfólk sem hélt að þetta væri bara eitthvað plat. Hvernig á maður sem sleit hásin í byrjun september geta snúið aftur til æfinga aðeins ellefu vikum síðar? Stórstjarnan Aaron Rodgers er hins vegar að gera einmitt það. Jets tilkynnti í gær að Rodgers mætti byrja að æfa aftur með liðinu. Þeir tóku hann af meiðslalistanum og hafa til 20. desember til að meta stöðuna á honum. Rodgers hefur sett sjálfur stefnuna á það að spila á móti Washington Commanders 20. desember næstkomandi. Rodgers heldur upp á fertugsafmælið sitt á laugardaginn kemur en þótt að hann megi byrja að æfa þá er hann þó ekki kominn með grænt ljóst á að fara í átök. Hann æfir án snertinga til að byrja með og menn munu síðan meta stöðuna á honum dag frá degi. Rodgers segir sjálfur að tvennt muni ráða endurkomu hans. Heilsan auðvitað og svo hvað mikla möguleika Jets liðið á að komast í úrslitakeppnina. Robert Saleh, þjálfari Jets, segir að Rdgers muni spila ef hann vill spila og ef hann fær grænt ljós frá læknum.
NFL Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira