Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Andre Onana, markvörður Manchester United, var svekktur í leikslok. Getty/Seskim Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira