Sjáðu Arsenal í stuði, klúður Man. United og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 08:00 Andre Onana, markvörður Manchester United, var svekktur í leikslok. Getty/Seskim Það vantaði svo sannarlega ekki mörkin í leiki Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og nú er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Sjá meira
Arsenal vann risasigur á heimavelli, Manchester United missti niður tveggja marka forystu í tvígang, það voru skoruð sex mörk á Leikvangi ljósanna og Real Madrid kom til baka á móti Napoli svo eitthvað sé nefnt. Það var reyndar ekkert mark skorað í leik Bayern München og FC Kaupmannahafnar en Danirnir náðu þar í dýrmætt stig. Klippa: Mörkin úr leik Arsenal og Lens Arsenal menn fóru á kostum á móti Lens. Þeir komust í 4-0 eftir aðeins 27 mínútur, voru 5-0 yfir í hálfleik og unnu að lokum 6-0 sigur. Sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin. Kai Havertz, Gabriel Jesus, Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Martin Odegaard voru á skotskónum í fyrri hálfleik og Jorginho skoraði eina mark seinni hálfleiksins úr vítaspyrnu. Manchester United komst bæði í 2-0 og 3-1 í leik á móti Galatasaray í suðupottinum í Istanbul. United missti niður forskotið og gerði 3-3 jafntefli í leik sem liðið mátti alls ekki tapa. Úrslitin þýða að United þarf að vinna Bayern München í lokaleiknum sem og að treysta á jafntefli í leik FCK og Galatasaray. Alejandro Garnacho og Bruno Fernande komu United í 2-0 á fyrstu átján mínútunum og allt leit út. Hakim Ziyech minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu en Scott McTominay kom United aftur tveimur mörkum yfir snemma í seinni hálfleiknum. Ziyech skoraði aftur beint úr aukaspyrnu en nú eftir klaufagang Andre Onana í markinu. Það var síðan Kerem Akturkoglu sem tryggði Tyrkjunum jafntefli. Klippa: Mörkin úr leik Galatasaray og Man. United Real Madrid vann 4-2 sigur á Napoli eftir að hafa lenti 1-0 undir. Jude Bellingham hélt áfram sögulegri byrjun sinni og var bæði með mark og stoðsendingu í leiknum en hin mörk spænska liðsins skoruðu þeir Rodrygo, Joselu og táningurinn Nico Paz. Giovanni Simeone og André-Frank Zambo Anguissa skoruðu fyrir Napoli. Hér fyrir ofan og neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeildinni í gær en það var skorað í sex af átta leikjum þar af sex mörk í fjórum af leikjunum og fimm mörk í einum. Klippa: Mörkin úr leik Real Madrid og Napoli Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Inter Klippa: Mörkin úr leik Braga og Union Berlin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Sjá meira