Þriggja vikna vinna í vaskinn Aron Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2023 14:31 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ Vísir/Arnar Það er enn ekki ljóst hver mun taka á sig að kostnaðinn við undirbúning Laugardalsvallar fyrir Evrópuleiki Breiðabliks í vetur. Undirbúningur síðustu þriggja vikna fyrir síðasta heimaleikinn, sem fara átti fram á Laugardalsvelli annað kvöld, er farinn í vaskinn með einhliða ákvörðun UEFA í gær og hyggst framkvæmdastjóri KSÍ taka málið upp á fundi UEFA um komandi helgi. Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Vallarstarfsmenn KSÍ hafa lagt mikla vinnu við að gera Laugardalsvöll leikhæfan og ljóst að sömuleiðis hefur töluverður kostnaður verið lagður í þá vinnu. Kostnaður sem er lagður í eitthvað sem hefur nú verið blásið af borðinu. Hver borgar brúsann? Margar vikur hafa liðið síðan að KSÍ leitaði eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná kostnaði niður við undirbúning Laugardalsvallar fyrir heimaleiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni en enn er ekki ljóst hver/hverjir munu bera þann kostnað. „Nei. Þetta er allt í skoðun,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Þessi ákvörðun UEFA seint í gær var einhliða. Við erum núna að reyna ná aðeins utan um þetta verkefni og þurfum að gefa okkur tíma til þess.“ Er þetta bara allt í hnút? Eru menn ekki sammála um það hver eigi að greiða fyrir þetta? „Þetta er bara enn í vinnslu og ekki komin niðurstaða. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif það hefur að hafa undirbúið leik á Laugardalsvelli sem var síðan færður á annan völl með einhliða ákvörðun en þetta er allt eitthvað sem þarf að skoða.“ „Núna erum við að vinna í því okkar megin að stoppa af það sem að við getum stoppað af svo við séum ekki að lenda í óþarfa kostnaði. Stoppa af sendingar sem við áttum von á fyrir leik og hætta að undirbúa völlinn.“ Eitt er þó ljóst og það er sú staðreynd að sú vinna sem vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa sinnt frá síðasta leik á Laugardalsvelli þann 9. nóvember síðastliðinn, sem var leikur Breiðabliks gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, er farin í vaskinn. Hringir bjöllum frá árinu 2020 Ekki er búið að leggja mat á það hversu kostnaðarsöm sú vinna hefur verið. „Nei við erum ekki komin svo langt. En það er alveg ljóst að starfsmenn vallarins hafa verið að dag og nótt, í orðsins fyllstu merkingu, við að undirbúa Laugardalsvöll. Aðal fókusinn núna er að lágmarka fjárhagslegt tjón. Svo verðum við bara að fara í hitt. Það er fundur hjá UEFA um helgina þar sem ég á von á því að við tökum þetta mál upp við fulltrúa UEFA.“ Málið er keimlíkt stappi sem KSÍ stóð í árið 2020 þegar að sambandið varði 42 milljónum króna í að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020. UEFA frestaði umræddum leik og fékk KSÍ ekki krónu upp í þær 42 milljónir króna sem sambandið hafði varið í undirbúning Laugardalsvallar. Ætlið þið að fara fram með svipaða beiðni til UEFA núna? „Við munum að sjálfsögðu taka það upp við UEFA og þá sérstaklega með það til hliðsjónar að við vöruðum ákaflega stíft við þessum möguleika og reyndum hvað við gátum að komast hjá því að hafa leik hér 30. nóvember. Á sama tíma getum við ekkert farið til UEFA og sagt „við sögðum ykkur þetta“. Við græðum ekkert á því. Vissulega vöruðum við UEFA við því að ætla spila leik á velli sem er ekki með undirhita undir lok nóvember. Að það gæti komið upp alvarleg staða sem síðan raungerðist. Það var sett pressa á okkur að hafa völlinn tilbúinn og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess.“ KSÍ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira
Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Vallarstarfsmenn KSÍ hafa lagt mikla vinnu við að gera Laugardalsvöll leikhæfan og ljóst að sömuleiðis hefur töluverður kostnaður verið lagður í þá vinnu. Kostnaður sem er lagður í eitthvað sem hefur nú verið blásið af borðinu. Hver borgar brúsann? Margar vikur hafa liðið síðan að KSÍ leitaði eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná kostnaði niður við undirbúning Laugardalsvallar fyrir heimaleiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni en enn er ekki ljóst hver/hverjir munu bera þann kostnað. „Nei. Þetta er allt í skoðun,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Þessi ákvörðun UEFA seint í gær var einhliða. Við erum núna að reyna ná aðeins utan um þetta verkefni og þurfum að gefa okkur tíma til þess.“ Er þetta bara allt í hnút? Eru menn ekki sammála um það hver eigi að greiða fyrir þetta? „Þetta er bara enn í vinnslu og ekki komin niðurstaða. Ég veit svo sem ekki hvaða áhrif það hefur að hafa undirbúið leik á Laugardalsvelli sem var síðan færður á annan völl með einhliða ákvörðun en þetta er allt eitthvað sem þarf að skoða.“ „Núna erum við að vinna í því okkar megin að stoppa af það sem að við getum stoppað af svo við séum ekki að lenda í óþarfa kostnaði. Stoppa af sendingar sem við áttum von á fyrir leik og hætta að undirbúa völlinn.“ Eitt er þó ljóst og það er sú staðreynd að sú vinna sem vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa sinnt frá síðasta leik á Laugardalsvelli þann 9. nóvember síðastliðinn, sem var leikur Breiðabliks gegn Gent í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, er farin í vaskinn. Hringir bjöllum frá árinu 2020 Ekki er búið að leggja mat á það hversu kostnaðarsöm sú vinna hefur verið. „Nei við erum ekki komin svo langt. En það er alveg ljóst að starfsmenn vallarins hafa verið að dag og nótt, í orðsins fyllstu merkingu, við að undirbúa Laugardalsvöll. Aðal fókusinn núna er að lágmarka fjárhagslegt tjón. Svo verðum við bara að fara í hitt. Það er fundur hjá UEFA um helgina þar sem ég á von á því að við tökum þetta mál upp við fulltrúa UEFA.“ Málið er keimlíkt stappi sem KSÍ stóð í árið 2020 þegar að sambandið varði 42 milljónum króna í að gera Laugardalsvöll leikhæfan fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020. UEFA frestaði umræddum leik og fékk KSÍ ekki krónu upp í þær 42 milljónir króna sem sambandið hafði varið í undirbúning Laugardalsvallar. Ætlið þið að fara fram með svipaða beiðni til UEFA núna? „Við munum að sjálfsögðu taka það upp við UEFA og þá sérstaklega með það til hliðsjónar að við vöruðum ákaflega stíft við þessum möguleika og reyndum hvað við gátum að komast hjá því að hafa leik hér 30. nóvember. Á sama tíma getum við ekkert farið til UEFA og sagt „við sögðum ykkur þetta“. Við græðum ekkert á því. Vissulega vöruðum við UEFA við því að ætla spila leik á velli sem er ekki með undirhita undir lok nóvember. Að það gæti komið upp alvarleg staða sem síðan raungerðist. Það var sett pressa á okkur að hafa völlinn tilbúinn og við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess.“
KSÍ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Sjá meira