Algjörir yfirburðir Hafdísar Huldar Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 13:00 Þrír tónlistarmenn voru vinsælastir á Íslandi. Hafdís Huld var í toppsætinu og á eftir henni fylgdu Bubbi og Drake. Vísir/Sara Hafdís Huld Þrastardóttir er sá tónlistarmaður sem Íslendingar hafa hlustað mest á Spotify á árinu sem nú er að líða. Á eftir henni koma Bubbi Morthens og kanadíski rapparinn Drake. Einn annar Íslendingur kemst á topp tíu lista yfir þá tónlistarmenn sem voru vinsælastir á Íslandi, það er Friðrik Dór Jónsson. Spotify opinberaði í dag hvaða tónlistarfólk, lög og plötur var mest streymt árið 2023. Notendur Spotify þekkja margir hverjir þessa ársuppgjörslista sem hver og einn notandi fær sérsniðinn að sinni hlustun í lok árs. Ótvíræður sigurvegari topplistanna á Íslandi þetta árið er Hafdís Huld. Líkt og áður segir var henni streymt mest, en hún átti líka vinsælasta lagið, Dvel ég í draumahöll, og vinsælustu plötuna, Vögguvísur, sem kom út árið 2012. Hafdís Huld á sjö af tíu vinsælustu lögum ársins á Íslandi. Næst vinsælasta lagið var Flowers með Miley Cyrus, sem var jafnframt vinsælasta lag í heimi, og hin tvö lögin sem eru ekki með Hafdísi er finnski Eurovision-smellurinn Cha Cha Cha með Käärijä, og lagið Skína sem Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gáfu út. Líkt og áður segir voru Vögguvísur Hafdísar Huldar vinsælasta platan. Þar á eftir komu Dýrin í Hálsaskógi, Heroes and Villains eftir Metro Boomin, platan SOS með SZA og 600 eftir íslenska rapparann Daniil. Ein önnur íslensk plata komst á topp tíu listan, en það var Móðir og barn eftir Friðrik Karlsson. Laufey Lín Jónsdóttir var vinsælust á heimsvísu af íslensku tónlistarfólki á Spotify. Lag hennar From the Start sló rækilega í gegn og það sama má segja um plötu hennar Bewitched. Þá hefur hún verið á tónlistarferðalagi um heiminn og meðal annars komið fram í vinsælum bandarískum sjónvarpsþáttum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra topp tíu lista sem varða mestu streymin á Spotify það sem af er ári, bæði á Íslandi og í heiminum. Flest streymi á Íslandi Topp 10 vinsælustu tónlistarmenn á Íslandi Hafdís Huld Bubbi Morthens Drake The Weeknd Kanye West Taylor Swift Travis Scott Friðrik Dór Rihanna 21 Savage Topp 10 yfir mest streymdu lög á Íslandi Hafdís Huld – Dvel ég í draumahöll Miley Cyrus – Flowers Hafdís Huld – Litlar stjörnur Käärijä – Cha Cha Cha Hafdís Huld – Sofðu unga ástin mín Hafdís Huld – Óskasteinar PATRi!K, Luigi – Skína Hafdís Huld – Sofa urtubörn Hafdís Huld – Bíum bíum bambaló Hafdís Huld – Ljós Topp 10 yfir mest streymdu plötur á Íslandi Hafdís Huld - Vögguvísur Leikhópurinn Dýrin í Hálsaskógi - Dýrin í Hálsaskógi Metro Boomin - HEROES & VILLAINS SZA - SOS Daniil - 600 Travis Scott - UTOPIA The Weeknd - Starboy Friðrik Karlsson - Móðir og barn Miley Cyrus - Endless Summer Vacation Harry Styles - Harry's House Flest streymi á alþjóðavísu Topp 10 yfir vinsælustu tónlistarmenn í heimi Taylor Swift Bad Bunny The Weeknd Drake Peso Pluma Feid Travis Scott SZA KAROL G Lana Del Rey Topp 10 yfir vinsælustu lög í heimi Miley Cyrus - Flowers SZA - Kill Bill Harry Styles - As it Was Jung Kook - Seven (feat. Latto) (Explicit Ver.) Eslabon Armado – Ella Baila Sola Taylor Swift – Cruel Summer Metro Boomin - Creepin' (with The Weeknd & 21 Savage) Rema – Calm Down (with Selena Gomez) Bizarrap - Shakira: Bzrp Music Sessions, Vol. 53 Taylor Swift – Anti-Hero Topp 10 yfir vinsælustu plötur í heimi Bad Bunny - Un Verano Sin Ti Taylor Swift - Midnights SZA - SOS The Weekends - Starboy KAROL G - MAÑANA SERÁ BONITO Morgan Wallen - One Thing At A Time Taylor Swift - Lover Metro Boomin - HEROS & VILLAINS Peso Pluma - GÉNESIS Harry Styles - Harry's House Menning Tónlist Fréttir ársins 2023 Spotify Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Spotify opinberaði í dag hvaða tónlistarfólk, lög og plötur var mest streymt árið 2023. Notendur Spotify þekkja margir hverjir þessa ársuppgjörslista sem hver og einn notandi fær sérsniðinn að sinni hlustun í lok árs. Ótvíræður sigurvegari topplistanna á Íslandi þetta árið er Hafdís Huld. Líkt og áður segir var henni streymt mest, en hún átti líka vinsælasta lagið, Dvel ég í draumahöll, og vinsælustu plötuna, Vögguvísur, sem kom út árið 2012. Hafdís Huld á sjö af tíu vinsælustu lögum ársins á Íslandi. Næst vinsælasta lagið var Flowers með Miley Cyrus, sem var jafnframt vinsælasta lag í heimi, og hin tvö lögin sem eru ekki með Hafdísi er finnski Eurovision-smellurinn Cha Cha Cha með Käärijä, og lagið Skína sem Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi, gáfu út. Líkt og áður segir voru Vögguvísur Hafdísar Huldar vinsælasta platan. Þar á eftir komu Dýrin í Hálsaskógi, Heroes and Villains eftir Metro Boomin, platan SOS með SZA og 600 eftir íslenska rapparann Daniil. Ein önnur íslensk plata komst á topp tíu listan, en það var Móðir og barn eftir Friðrik Karlsson. Laufey Lín Jónsdóttir var vinsælust á heimsvísu af íslensku tónlistarfólki á Spotify. Lag hennar From the Start sló rækilega í gegn og það sama má segja um plötu hennar Bewitched. Þá hefur hún verið á tónlistarferðalagi um heiminn og meðal annars komið fram í vinsælum bandarískum sjónvarpsþáttum. Hér fyrir neðan má sjá nokkra topp tíu lista sem varða mestu streymin á Spotify það sem af er ári, bæði á Íslandi og í heiminum. Flest streymi á Íslandi Topp 10 vinsælustu tónlistarmenn á Íslandi Hafdís Huld Bubbi Morthens Drake The Weeknd Kanye West Taylor Swift Travis Scott Friðrik Dór Rihanna 21 Savage Topp 10 yfir mest streymdu lög á Íslandi Hafdís Huld – Dvel ég í draumahöll Miley Cyrus – Flowers Hafdís Huld – Litlar stjörnur Käärijä – Cha Cha Cha Hafdís Huld – Sofðu unga ástin mín Hafdís Huld – Óskasteinar PATRi!K, Luigi – Skína Hafdís Huld – Sofa urtubörn Hafdís Huld – Bíum bíum bambaló Hafdís Huld – Ljós Topp 10 yfir mest streymdu plötur á Íslandi Hafdís Huld - Vögguvísur Leikhópurinn Dýrin í Hálsaskógi - Dýrin í Hálsaskógi Metro Boomin - HEROES & VILLAINS SZA - SOS Daniil - 600 Travis Scott - UTOPIA The Weeknd - Starboy Friðrik Karlsson - Móðir og barn Miley Cyrus - Endless Summer Vacation Harry Styles - Harry's House Flest streymi á alþjóðavísu Topp 10 yfir vinsælustu tónlistarmenn í heimi Taylor Swift Bad Bunny The Weeknd Drake Peso Pluma Feid Travis Scott SZA KAROL G Lana Del Rey Topp 10 yfir vinsælustu lög í heimi Miley Cyrus - Flowers SZA - Kill Bill Harry Styles - As it Was Jung Kook - Seven (feat. Latto) (Explicit Ver.) Eslabon Armado – Ella Baila Sola Taylor Swift – Cruel Summer Metro Boomin - Creepin' (with The Weeknd & 21 Savage) Rema – Calm Down (with Selena Gomez) Bizarrap - Shakira: Bzrp Music Sessions, Vol. 53 Taylor Swift – Anti-Hero Topp 10 yfir vinsælustu plötur í heimi Bad Bunny - Un Verano Sin Ti Taylor Swift - Midnights SZA - SOS The Weekends - Starboy KAROL G - MAÑANA SERÁ BONITO Morgan Wallen - One Thing At A Time Taylor Swift - Lover Metro Boomin - HEROS & VILLAINS Peso Pluma - GÉNESIS Harry Styles - Harry's House
Menning Tónlist Fréttir ársins 2023 Spotify Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira