Lítill hluti stjórnarmála kominn fram á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Ríkisstjórnin ætlar sér að koma miklu í verk á næst síðasta vetri kjörtímabilsins og boðaði að hún myndi leggja fram 212 mál á þessum vetri. Hingað til hafa aðeins 35 stjórnarfrumvörp verið lögð fram á Alþingi. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur undanfarna daga gagnrýnt hvað fá mál af málaskrá ríkisstjórnarinnar eru komin fram á Alþingi þegar óðum styttist í jólaleyfi þingmanna, eða 35 frumvörp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður væri tilhneigingin stundum að leggja mál fram rétt áður en frestur til þess renni út, sem væri í þessari viku. Ríkisstjórn boðar í þingmálaskrá sinni að leggja fram 212 frumvörp á þessum vetri. Um eða yfir hundrað þeirra voru boðuð á haustþingi. Stutt er eftir af þingstörfum fram að jólum. „Það er nokkuð sem ég hef bent á að þingmálaskrár eiga það til að vera heldur bjartsýnar fyrir hönd ráðherra. Þannig að vissulega er það rétt að það eru ekki öll mál komin fram sem áætluð voru á þingmálaskrá,“ segir Katrín. Eru þínir ráðherrar seinir að afgreiða frá sér jafnvel mikilvæg mál. Mál sem ríkisstjórnin hefur talið að væri mikilvægt að kæmu fram? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður sé tilhneigingin oft sú að leggja mál fram á síðustu stundu áður en frestur til þess renni út.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað fullt af mikilvægum málum komin inn í þingið. Sjálf er ég hins vegar ekki komin með öll þau mál sem ég ætlaði að vera komin fram með. Þá hafa einhver atriði komið upp á sem þarf að skoða betur. Ég vonast til að þetta fari allt að taka við sér núna,“ segir forsætisráðherra. Önnur og mikilvægasta umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast á þriðjudag í síðustu viku og er ekki á dagskrá Alþingis í þessari viku. „Ríkisstjórnin er fyrir all löngu búin að afgreiða sínar tillögur fyrir aðra umræðu. En mér skilst að forseti þingsins ætli sér að setja á þessa umræðu í næstu viku. Auðvitað á síðan eftir, áður en málinu er lokað, það er að segja í þriðju umræðu, að taka sérstaklega til skoðunar það sem varðar fjárútlát vegna jarðhræringa í Grindavík og hvernig við höldum á þeim málum. Þetta er bara eins og þetta er. Þetta þarf kannski ekki endilega að koma mikið á óvart heldur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Rætt var við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá í lok fréttarinnar í spilaranum hér að neðan: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Ríkisstjórn boðar í þingmálaskrá sinni að leggja fram 212 frumvörp á þessum vetri. Um eða yfir hundrað þeirra voru boðuð á haustþingi. Stutt er eftir af þingstörfum fram að jólum. „Það er nokkuð sem ég hef bent á að þingmálaskrár eiga það til að vera heldur bjartsýnar fyrir hönd ráðherra. Þannig að vissulega er það rétt að það eru ekki öll mál komin fram sem áætluð voru á þingmálaskrá,“ segir Katrín. Eru þínir ráðherrar seinir að afgreiða frá sér jafnvel mikilvæg mál. Mál sem ríkisstjórnin hefur talið að væri mikilvægt að kæmu fram? Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að því miður sé tilhneigingin oft sú að leggja mál fram á síðustu stundu áður en frestur til þess renni út.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað fullt af mikilvægum málum komin inn í þingið. Sjálf er ég hins vegar ekki komin með öll þau mál sem ég ætlaði að vera komin fram með. Þá hafa einhver atriði komið upp á sem þarf að skoða betur. Ég vonast til að þetta fari allt að taka við sér núna,“ segir forsætisráðherra. Önnur og mikilvægasta umræða um fjárlagafrumvarpið átti að hefjast á þriðjudag í síðustu viku og er ekki á dagskrá Alþingis í þessari viku. „Ríkisstjórnin er fyrir all löngu búin að afgreiða sínar tillögur fyrir aðra umræðu. En mér skilst að forseti þingsins ætli sér að setja á þessa umræðu í næstu viku. Auðvitað á síðan eftir, áður en málinu er lokað, það er að segja í þriðju umræðu, að taka sérstaklega til skoðunar það sem varðar fjárútlát vegna jarðhræringa í Grindavík og hvernig við höldum á þeim málum. Þetta er bara eins og þetta er. Þetta þarf kannski ekki endilega að koma mikið á óvart heldur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Rætt var við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið má sjá í lok fréttarinnar í spilaranum hér að neðan:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59 Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14 Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44
Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið. 27. október 2023 13:59
Tekur bjartsýn en raunsæ við nýjum verkefnum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 14. október 2023 14:14
Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23. nóvember 2023 22:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?