Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 12:11 Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) hefur lengi þótt þyrnir í síðu Rússa. EPA/ROMAN PILIPEY Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. Kyrylo Budanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Kyiv Post segir Budanov, sem er 37 ára gamall, hafa lifað af minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Í einu slíku slasaðist hann alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Budanov er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Rússar hafa sakað hann um að bera ábyrgð á morðum á rússnesku fólki í Rússlandi. Sjálfur hefur Budanov heitið því opinberlega að hann muni halda áfram að bana Rússum, hvar sem er í heiminum, þar til Úkraína hefur borið sigur úr býtum. Talið banatilræði Úkraínski miðillinn Babel, sagði frá því í morgun að Budanova, sem er þrítug, hefði verið flutt á sjúkrahús með þungmálmaeitrun. Heimildarmenn miðilsins segja að líklega hafi verið banatilræði að ræða, þar sem reynt var að eitra fyrir tiltekinni manneskju. Ukrainska Pravda hefur eftir sínum heimildarmönnum að líklegast hafi verið eitrað fyrir Budanova í gegnum mat sem hún borðaði. Hún hefur búið með eiginmanni sínum á skrifstofum GUR í Kænugarði, samkvæmt því sem Budanov sagði nýlega í viðtali. Rússum hefur ekki verið kennt um hið meinta banatilræði og ekki liggur fyrir hvort það hafi beinst gegn Budanov. Kiyv Post segir eitrunina hafa verið staðfesta af heimildarmanni miðilsins innan GUR. Heimildarmaðurinn sagði Budanova hafa leitað fljótt til læknis, sem hafi hjálpað mjög. Budanova þykir ekki í lífshættu, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, en mun hafa verið lasin um nokkuð skeið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Kyrylo Budanov var á árum áður sérsveitarmaður sem er sagður hafa staðið fyrir þó nokkrum vel heppnuðum aðgerðum gegn Rússum og aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Hann var gerður að herforingja þegar hann var 35 ára gamall og hefur reynst þyrnir í síðu Rússa frá því innrás þeirra hófst í febrúar í fyrra. Kyiv Post segir Budanov, sem er 37 ára gamall, hafa lifað af minnst tíu banatilræði á undanförnum árum. Í einu slíku slasaðist hann alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp. Budanov er eftirlýstur í Rússlandi fyrir hryðjuverk. Rússar hafa sakað hann um að bera ábyrgð á morðum á rússnesku fólki í Rússlandi. Sjálfur hefur Budanov heitið því opinberlega að hann muni halda áfram að bana Rússum, hvar sem er í heiminum, þar til Úkraína hefur borið sigur úr býtum. Talið banatilræði Úkraínski miðillinn Babel, sagði frá því í morgun að Budanova, sem er þrítug, hefði verið flutt á sjúkrahús með þungmálmaeitrun. Heimildarmenn miðilsins segja að líklega hafi verið banatilræði að ræða, þar sem reynt var að eitra fyrir tiltekinni manneskju. Ukrainska Pravda hefur eftir sínum heimildarmönnum að líklegast hafi verið eitrað fyrir Budanova í gegnum mat sem hún borðaði. Hún hefur búið með eiginmanni sínum á skrifstofum GUR í Kænugarði, samkvæmt því sem Budanov sagði nýlega í viðtali. Rússum hefur ekki verið kennt um hið meinta banatilræði og ekki liggur fyrir hvort það hafi beinst gegn Budanov. Kiyv Post segir eitrunina hafa verið staðfesta af heimildarmanni miðilsins innan GUR. Heimildarmaðurinn sagði Budanova hafa leitað fljótt til læknis, sem hafi hjálpað mjög. Budanova þykir ekki í lífshættu, samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, en mun hafa verið lasin um nokkuð skeið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42
Stúlkubarn frá Úkraínu endaði hjá pólitískum stuðningsmanni Pútín Blaðamenn á vegum BBC hafa komist að því að stúlkubarn sem fæddist í Kherson í Úkraínu var flutt til Rússlands að undirlagi konu sem nú er gift einum helsta pólitíska stuðningsmanni Vladimir Pútín Rússlandsforseta. 23. nóvember 2023 07:33
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við höfum ekki næg skotfæri en þeir hafa nóg af fólki“ Harðir bardagar eiga sér enn stað á víglínunum í Úkraínu, þó byrjað sé að hægja á þeim vegna blautveðurs í aðdraganda vetrar. Í austri gera Rússar enn umfangsmiklar árásir á þreytta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og líkja Úkraínumenn Rússum við uppvakninga sem sækja fram í bylgjum. 22. nóvember 2023 11:04