Komu Heimi á óvart í beinni í Bítinu Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 10:55 Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Jamaíka Getty Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara karlaliðs Jamaíka í fótbolta, var komið skemmtilega á óvart í beinni útsendingu í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem að hann var til viðtals frá Vestmannaeyjum. Umsjónarmenn Bítisins brustu í söng, Heimi til heiðurs, í upphafi viðtalsins. „Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
„Þetta var geggjað,“ sagði Heimir skellihlæjandi eftir að hafa heyrt frumsaminn texta umsjónarmanna Bítisins við lagið Jamaica sem var á sínum tíma samið af Finnboga Kjartanssyni og flutt af Vilhjálmi Vilhjálmssyni. „Ég ætla rétt að vona að þið séuð ekki að semja lög um alla sem koma til ykkar í þáttinn.“ Heimir er nú mættur aftur til Íslands í smá frí eftir að hafa komið Jamaíka í Copa-America álfukeppnina í fótbolta með því að hafa slegið Kanada út í tveggja leikja einvígi í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. „Það er alltaf gott að koma heim. Það er eitthvað í loftinu hérna sem að nærir mann og róar mann aðeins niður.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og nýtur þar liðsinnis Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara. Omar Vega/Getty Images Heimir fluttist búferlum til Jamaíka eftir að hafa tekið við starfi landsliðsþjálfara fyrir rúmu ári síðan. „Það er margt öðruvísi (í Jamaíka). Við fjölskyldan höfum nú reynt ýmislegt í gegnum árin. Vorum til að mynda í þrjú ár í Katar, múslimaríki, þar sem að var röð og regla og allir fóru eftir lögum. Svo förum við yfir til Jamaíka þar sem er kannski ekkert mikið af lögum og ef þau eru þá er öllum alveg sama um þau. Þetta er sitthvor endinn á kúltúr. Þetta er alveg ótrúlega lærdómsríkt og mjög ólík menning fyrir okkur Íslendinga að fara þangað. Ég myndi segja fyrir minn smekk að þetta sé svolítið meira óreiðukennt í öllu.“ Eins og fyrr sagði tókst Jamaíka að tryggja sér sæti á Copa America á næsta ári með því að slá út sterkt lið Kanada. Jamaíka tapaði fyrri leiknum en náði að snúa einvíginu sér í vil í þeim seinni á útivelli. „Kanada er hærra skrifað lið heldur en Jamaíka. Voru til að mynda á meðal þátttökuþjóða á síðasta HM, hafa verið að standa sig mjög vel og eru með leikmenn í ansi góðum liðum. En það var eitthvað í kortunum þarna. Ég var alltaf með það einhvern veginn í huga að við myndum slá þá út.“ Þá hafi leikmenn Jamaíka tekið af skarið. „Það voru eiginlega bara leikmennirnir sem ákváðu þetta. Að fara all-in. Það var engu að tapa hvort sem er. Ég myndi segja að þetta hafi verið meira þeir heldur en ég. Að ákveða að breyta viðhorfinu gagnvart þessu verkefni. Taka áhættu og hún borgaði sig. Stundum taka þjálfarar einhverja áhættu og þá eru þeir hálfvitar ef það klikkar. En í þessu tilfelli heppnaðist þetta.“ Viðtalið við Heimi í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan en þar fer hann meðal annars yfir fótboltamenninguna og lífið í Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Bítið Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira