„Allt mun einfaldara áður en Messi kom inn í líf mitt“ Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 13:30 Messi æði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum Vísir/Getty Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar ítarlega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Bandaríkin í kjölfar komu argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami. Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira
Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter Sjá meira