„Allt mun einfaldara áður en Messi kom inn í líf mitt“ Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 13:30 Messi æði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum Vísir/Getty Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague skrifar ítarlega grein á vef BBC þar sem að hann fer yfir Messi æðið sem hefur gripið Bandaríkin í kjölfar komu argentínsku knattspyrnugoðsagnarinnar Lionel Messi til MLS liðsins Inter Miami. Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Balague segir að enginn. Hvorki hjá Inter Miami eða MLS deildinni. Hafi verið búinn undir þau áhrif sem koma Messi til Bandaríkjanna átti eftir að hafa. „Verð á ársmiðum hefur tvöfaldast og er ársmiðinn hjá Inter Miami einn sá dýrasti í heiminum. Ársmiði hjá liði sem spilar ekki einu sinni í einni af bestum deildum heims. Þá hefur fylgjendafjöldi Inter Miami á samfélagsmiðlinum Instagram hefur farið úr einni milljón upp í 15 milljónir.“ Dæmi um það hvernig miðar á leiki Inter Miami hafa rokið upp í verði eru sláandi. Miði á leik Inter Miami gegn Columbus Crew á síðasta tímabili var lægst á 40 Bandaríkjadali. Nú þarf að reiða fram 382 Bandaríkjadali fyrir einn slíkan miða. Vísir/Getty Þá hafi tímasetningin á félagsskiptum hans ekki geta verið betri fyrir Bandaríkin. „Copa America fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári, úrslitaleikurinn verður spilaður í Miami á Hard Rock leikvanginum. Heimsmeistarakeppni félagsliða mun fara fram í Bandaríkjunum árið 2025 og þá verður heimsmeistarakeppni landsliða haldin í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó árið 2026. Þá er möguleiki á því að heimsmeistaramót landsliða í kvennaflokki fari þar fram árið 2027.“ „Súrealískt“ er orðið sem Balague notar til þess að lýsa andrúmsloftinu á leikjum Inter Miami. „Það er í raun og veru enginn að horfa á leikinn, nema bara þann hluta sem Messi kemur að. Ef hann er 50 metrum frá boltanum eru samt sem áður allir að fylgjast með honum. Þegar að hann gerir sig reiðubúinn til þess að taka hornspyrnu er því fagnað líkt og um mark sé að ræða. Það er í raun eins og maður sé að horfa á aðskildan viðburð inn í öðrum viðburði.“ Michelle Kaufmann á að baki 35 ár í blaðamennsku og hefur hún lengi vel skrifað um fótbolta fyrir Miami Herald. Koma Messi til Miami hefur haft mikil áhrif á hennar starf. „Líf mitt var mun einfaldara áður en þessi maður kom inn í líf mitt. Ég eyði jafn miklum tíma í að einblína á hann eins og ég eyði í eiginmann minn. Það er ábyggilega ekki gott. Það er til Messi sértrúarsöfnuður sem ég hef aldrei séð áður. Ég er með hlaðvarpsþætti byggða í kringum hann og það er fólk að fylgjast með frá Gabon og Tangier.“ Tekjur Inter Miami hafa rokið upp úr 60 milljónum Bandaríkjadala í 300 milljónir Bandaríkjadala eftir komu Messi og eru framkvæmdir við byggingu nýs heimavallar liðsins hafnar. Áætlað er að þeim ljúki árið 2025.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira