Sport

„Typpið á mér er frosið“

Aron Guðmundsson skrifar
Calle lenti í smá brasi í Finnlandi á dögunum
Calle lenti í smá brasi í Finnlandi á dögunum Mynd:Skjáskot

Sænski göngu­skíða­kappinn Cal­le Half­vars­son lenti í heldur betur ó­þægi­legri upp­á­komu um ný­liðna helgi þegar að Ruka göngu­skíða­mótið í Finn­landi fór fram. Keppt var í nístings­kulda sem átti eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Cal­le.

Keppt var á 20 kíló­metra langri sér­leið þar sem að kuldinn fór alla leið niður í -15 gráður á celsiuskvarðanum.

„Typpið á mér er frosið,“ sagði Cal­le í við­tali við sænska miðilinn Expres­sen í við­tali skömmu eftir að hann skilaði sér í mark. „Ég er að segja þetta í fullri hrein­skilni. Ég þurfti að liggja inni í hita­kompunni í tíu mínútur til þess að hita það. Þetta er ó­trú­lega vont.“

Hann var svo með eitt ráð til þeirra sem gætu verið að í­huga að skella sér í 20 kíló­metra langa kalda göngu í næfurþunnum gönguskíðagalla.

„Ekki gera það,“ var ráð Cal­le sem endaði í 18. sæti á um­ræddu göngu­skíða­móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×