Þurfti að rýma myndverið í beinni útsendingu Aron Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2023 23:00 Scott Hanson hefur notið mikillar hylli sem umsjónarmaður NFL Red Zone Vísir/Getty Scott Hanson og félagar hans í NFL Red Zone þurftu að hafa hraðar hendur í gærkvöldi í beinni útsendingu þegar að brunabjalla í höfuðstöðvum þáttarins fór í gang. NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023 NFL Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
NFL Red Zone færir áhorfendum sleitulausa útsendingu frá leikjum NFL deildarinnar á sunnudögum í um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga. Þar er sýnt frá öllu því markverðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar og í fyrsta sinn í ár er boðið upp á þessa útsendingu á sjónvarpsskjáum landsmanna á Stöð 2 Sport. Oftar en ekki ganga þessar útsendingar áfallalaust fyrir sig undir stjórn Scott Hanson en í gærkvöldi fór af stað atburðarás sem hann einn réði ekki við. Hanson var í miðju kafi að lýsa atviki í einum leik NFL deildarinnar þegar að áhorfendur heyrðu í brunabjöllu fara af stað. „Ég reyndi að halda mínu striki án þess að minnast á þetta í von um að brunabjallan myndi þagna,“ segir Scott Hanson í samtali við The Athletic. „Þegar að hún hélt áfram var ég viss um að þetta færi ekki fram hjá áhorfendum. Ég sagði við þá að brunabjallan myndi brátt þagna og baðst afsökunar á trufluninni. Í sömu andrá fæ ég að heyra það í eyrað frá pródúsentinum að um raunverulega hættu á ferð gæti verið að ræða. Ég tjáði þá áhorfendum að við þyrftum að rýma stúdíóið.“ Þetta er í fyrsta sinn í yfir 250 þátta sögu NFL Red Zone sem þáttastjórnandinn hefur þurft að slíta umfjöllun sinni í miðri útsendingu. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Scott Hanson signing off NFL Redzone while the evacuation alarm continues sounding is an All Time Broadcaster Moment Hope all is well for the Redzone Crew pic.twitter.com/QZuXeP2JCw— PlayerProfiler (@rotounderworld) November 27, 2023
NFL Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira