Ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Ægir Þór Steinarsson fær hér fyrri tæknivillu sína en örskömmu síðar var hann búinn að fá aðra. S2 Sport Landsliðsfyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson kláraði ekki leik Stjörnunnar á móti Hetti í síðustu umferð Subway deildar karla því hann var rekinn snemma í sturtu af dómurum leiksins. Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur brottreksturinn og ræddi hann en Stjörnumenn steinlágu í leiknum og nú gætu þeir misst sinn besta leikmann í leikbann líka. Ægir fékk tvær tæknivillur í röð eftir einhver ósætti við Nemanja Knezevic, miðherja Hattar, og svo læti í framhaldið af því. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, tjáði sig um atvikið þegar Ægir var rekinn út úr húsi á Egilsstöðum. Viðar gefur alltaf mikið af sér í viðtölum eftir leiki og stundum hendir hann í pillu. „Það var ekki einu sinni dæmd villa. Þetta var eitthvað óhapp. Ægir hljóp á hann og þetta var hné í hné. Ægir Þór er eðaldrengur og ætlaði sér ekki að meiða neinn. Auðvitað urðu þeir að reyna að hleypa leiknum eitthvað upp en þeir eltu svolítið geðsveiflurnar í þjálfara sínum og voru þannig undir lokin,“ sagði Viðar. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk þarna skot frá kollega sínum. Hvor ógnaði hvorum „Ægir Þór Steinarsson. Mér fannst þetta mjög ólíkt honum. Mér fannst það hvernig hann gengur ógnandi að dómaranum,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Subway Körfuboltakvöldi en sérfræðingurinn Sævar Sævarsson var alls ekki sammála því. Þvert á móti gagnrýndi hann framkomu dómarans gagnvart Ægi. „Það var verið að draga hann í burtu, dómarinn labbaði í áttina að honum og gekk ógnandi að honum. Ég var að verja dómarann áðan en þarna er tekin einhver ákvörðun,“ sagði Sævar. „Dómarinn klofaði yfir leikmann á gólfinu til þess að komast að Ægi til þess að ýta honum og dæma á hann tæknivillu,“ sagði Sævar. Keppnisskapið alveg á fullu „Hann ýtir í hann og ég ímynda mér að það hafi stuðað Ægi. Þú ert að tapa leik og spila illa. Keppnisskapið alveg á fullu,“ sagði Helgi Már Magnússon. „Ég hef horft á körfubolta í nokkuð mörg ár og spilað körfubolta í mörg ár. Ég hef aldrei séð dómara elta leikmann og ýta honum til þess að dæma tæknivillu á hann,“ sagði Sævar. Hann var mjög ósáttur með hvernig farið var með landsliðsfyrirliðann á Egilsstöðum. „Ég veit alveg að menn eiga ekki að fá öðruvísi meðferð en þetta er einn af okkar fremstu leikmönnum, landsliðsmaður og líklega fyrirliði eða varafyrirliði Stjörnunnar. Þú gerir þetta bara ekki,“ sagði Sævar. Efast um að þetta standi í FIBA reglubók „Sama þótt að þetta hefði verið Sævar Sævarsson eða ellefti eða tólfti leikmaður í einhverju liði. Þú ferð ekkert á eftir leikmanni, ýtir honum og dæmir á hann tæknivillu. Ég efast um að það standi í einhverri FIBA reglubók,“ sagði Sævar. „Færri tæknivillur takk,“ sagði Helgi.Það má sjá alla umræðuna og atvikið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Brottrekstur Ægis Þórs Steinarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira