Spilar bara fyrir Elísabetu seinna í öðru liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 11:01 Katla Tryggvadóttir fagna hér marki með Þrótti síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska unglingalandsliðskonan Katla Tryggvadóttir tekur stórt skref í vetur en hún hefur skrifað undir þriggja ára samning við sænska fótboltaliðið Kristianstad. Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Sjá meira
Kristianstad hefur verið í toppbaráttu sænsku deildarinnar undanfarin ár og hefur ávalt verið mikil Íslendinganýlenda undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Nú er Elísabet hætt með liðið en Katla ákvað engu að síður að fara til sænska liðsins og taka sín fyrstu skref sem atvinnumaður aðeins átján ára gömul. Katla hefur slegið í gegn með Þrótti í Bestu deild kvenna síðustu ár og átti virkilega gott tímabil með Þrótti síðasta sumar þar sem hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar. Katla sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur að markmiðið hafi alltaf verið að fara út í atvinnumennsku. Tími fyrir næsta skref „Planið mitt og markmið hefur alltaf verið að fara út. Eftir tvö góð ár hér á Íslandi fannst mér vera kominn tími fyrir mig að taka næsta skref,“ sagði Katla. „Þetta kom svo sem ekkert óvænt upp en sænska deildin og Kristianstad er góður stökkpallur til þess að komast lengra. Mér finnst þetta mjög spennandi,“ sagði Katla. En voru önnur lið sem komu til greina? „Já það var áhugi, bæði frá liðum á Norðurlöndunum og í Belgíu en ég ákvað að velja Kristianstad. Ég fór í heimsókn í mars og fékk að æfa með þeim í viku. Mér fannst það mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Eftir það þá fann ég hversu mikið mig langaði að fara út og bæta mig sem leikmaður. Ég fann það að ég myndi gera það þarna,“ sagði Katla. Hefði viljað spila undir hennar stjórn Það er náttúrulega risastór breyting hjá Kristianstad þegar Elísabet Gunnarsdóttir hættir sem þjálfari eftir fimmtán ár. Katla viðurkennir að það hefði verið gaman að spila undir stjórn eins af okkar bestu þjálfurum. „Ég hefði alveg viljað spila undir hennar stjórn en ég spila bara fyrir hana seinna í einhverju öðru liði,“ sagði Katla. Talaði Katla við Elísabetu í aðdragandanum eða talaði Elísabet við hana? „Við áttum gott spjall eftir að ég heimsótti Kristianstad í mars en við töluðum ekki mjög mikið saman eftir það. Ég er bara búin að tala við Íslendingana sem eru búnir að vera þarna,“ sagði Katla. Ætlar að sýna sig og sanna Katla er að taka stórt skref úr Laugardalnum og yfir í sænsku úrvalsdeildina. Hún ætlar sér ekki að sitja þar á bekknum og horfa á. „Ég er komin þarna út og ætla að sanna mig og sýna mig í þessari deild. Spila mínútur þarna. Ég er mjög spennt að takast á við það verkefni sem mætir mér þarna,“ sagði Katla
Besta deild kvenna Sænski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Sjá meira