Timbursalinn kominn í opið úrræði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 11:43 Páll Jónsson er kominn á Kvíabryggju eftir fimmtán mánaða dvöl á Hólmsheiði. Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði. Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Sjá meira
Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Sjá meira
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17