Ungmennaþing á Hvolsvelli – hlustað á börn og unglinga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2023 14:31 Oddur Helgi Ólafsson, formaður ungmennaráðs Rangárþings eystram sem er allt í öllu í sambandi við ungmennaþingið á Hvolsvelli í dag. Aðsend Það var mikið um að vera á Hvolsvelli í dag því þá fór fram ungmennaþing þar sem unga fólkið ræddi skólamál, félagslíf, menningu og fræðslumál. Tillögum þingsins verður síðan komið til sveitarstjórnar með von um úrbætur um það sem betur mætti fara. Ungmennaþing Rangárþings eystra hófst klukkan hálf ellefu í morgun í Hvolsskóla þar sem nemendur í 1. til 6. bekk sátu þingið fram til hádegis og eftir hádegi voru það nemendur í 7. bekk og eldri sem sátu þingið. Oddur Helgi Ólafsson er formaður ungmennaráðs og veit allt um ungmennaþing dagsins. „Þetta er þriðja árið í röð, sem við gerum þetta og við höldum þing, sem þetta bara til að heyra raddir unga fólksins. Við erum orðið barnvænt samfélag og okkur finnst mjög mikilvægt og stjórnsýslunni þykir það líka mjög mikilvægt að heyra hvað börn og unglingar hafa að segja um málefni sveitarfélagsins,“ segir Oddur Helgi. Ungmennaþingið fer fram í dag í Hvolsskóla á Hvolsvelli.Aðsend Þetta er mjög vel gert hjá ykkur og flott framtak. „Já þakka þér fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það eru allir mjög stoltir af þessu. Ég vil bara segja að sveitarstjórnin hefur verið mjög samvinnuþýð í þessu og það eru allir bara mjög jákvæðir fyrir ungmennaráðinu.“ Oddur Helgi segir mörg mál vera á dagskrá í dag, meðal annars um félagslíf unga fólksins og menningarmál. „Og svo eru sumir göngustígar illa upplýstir og þetta eru auðvitað það sem börnin taka eftir því þau eru ekki að keyra, þau eru að ganga göngustígana, sem þarf greinilega að lýsa upp betur,“ segir Oddur Helgi og bætir við. „Við tökum svo saman niðurstöðurnar og sendum á sveitarstjórn og þau vinna úr þessum málum, skoða hvað börnin og unglingarnir hafa að segja og vinna úr þessum og framkvæma sem þau geta framkvæmt". Mikil ánægja er hjá íbúum Rangárþings eystra með ungmennaþingið og að börn og unglingar fá að hafa áhrif í sveitarfélaginu með þingi sem þessu.Aðsend Rangárþing eystra Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira
Ungmennaþing Rangárþings eystra hófst klukkan hálf ellefu í morgun í Hvolsskóla þar sem nemendur í 1. til 6. bekk sátu þingið fram til hádegis og eftir hádegi voru það nemendur í 7. bekk og eldri sem sátu þingið. Oddur Helgi Ólafsson er formaður ungmennaráðs og veit allt um ungmennaþing dagsins. „Þetta er þriðja árið í röð, sem við gerum þetta og við höldum þing, sem þetta bara til að heyra raddir unga fólksins. Við erum orðið barnvænt samfélag og okkur finnst mjög mikilvægt og stjórnsýslunni þykir það líka mjög mikilvægt að heyra hvað börn og unglingar hafa að segja um málefni sveitarfélagsins,“ segir Oddur Helgi. Ungmennaþingið fer fram í dag í Hvolsskóla á Hvolsvelli.Aðsend Þetta er mjög vel gert hjá ykkur og flott framtak. „Já þakka þér fyrir það, við erum mjög ánægð með þetta og það eru allir mjög stoltir af þessu. Ég vil bara segja að sveitarstjórnin hefur verið mjög samvinnuþýð í þessu og það eru allir bara mjög jákvæðir fyrir ungmennaráðinu.“ Oddur Helgi segir mörg mál vera á dagskrá í dag, meðal annars um félagslíf unga fólksins og menningarmál. „Og svo eru sumir göngustígar illa upplýstir og þetta eru auðvitað það sem börnin taka eftir því þau eru ekki að keyra, þau eru að ganga göngustígana, sem þarf greinilega að lýsa upp betur,“ segir Oddur Helgi og bætir við. „Við tökum svo saman niðurstöðurnar og sendum á sveitarstjórn og þau vinna úr þessum málum, skoða hvað börnin og unglingarnir hafa að segja og vinna úr þessum og framkvæma sem þau geta framkvæmt". Mikil ánægja er hjá íbúum Rangárþings eystra með ungmennaþingið og að börn og unglingar fá að hafa áhrif í sveitarfélaginu með þingi sem þessu.Aðsend
Rangárþing eystra Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Sjá meira