Jóhann Þór: Ætla ekki að fara í sandkassaleik eins og Pétur og Maté Andri Már Eggertsson skrifar 24. nóvember 2023 20:10 Jóhann Þór Ólafsson var ósáttur með tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Grindavík fékk skell gegn Keflavík þar sem liðið tapaði afar sannfærandi 82-111. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var afar svekktur eftir leik. „Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum. Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks. Leikplanið var farið eftir tæplega fimmtán mínútur. Fyrsti leikhluti var á pari þrátt fyrir að þeir hafi byrjað á að gera fyrstu tíu stigin. Við vorum mjúkir og staðir sóknarlega. Við vorum mjúkir varnarlega og Keflvíkingar fengu að hafa þetta eins og þeir vildu,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson í viðtali eftir leik. Jafnræði var með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleik þar sem allt fór ofan í hjá Keflavík og gestirnir komust 21 stigi yfir 33-54. „Við fórum að benda fingrum og féllum í sundur. Þeir gengu á lagið og hittu mjög vel á meðan við hittum ekki neitt. Ég hef enga töfralausn yfir það sem gerðist en nú þurfum við að þjappa okkur saman. Það er risa dagskrá fram að jólum og við getum ekki staðið og grenjað yfir þessu heldur þurfum við að koma okkur saman og finna taktinn.“ Þriggja stiga nýting Grindavíkur var ömurleg í fyrri hálfleik þar sem Grindvíkingar hittu aðeins úr þremur skotum í tuttugu og einni tilraun. „Við hittum illa og síðan þróaðist leikurinn þannig að sama hver skaut boltanum hjá þeim þá fór boltinn ofan í og þá fóru menn í örvæntingu og að reyna gera tvær, þjár körfur í sömu sókninni. Mögulega hefði ég átt að grípa fyrr inn í og leikstjórnunin var sennilega ekki nægilega góð en síðan fór þetta frá okkur.“ „Við hefðum átt að grípa fyrr inn í en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég er mjög fúll og svekktur með hvernig við nálguðumst þetta verkefni.“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, talaði um í leikhléi og í viðtali eftir leik að Grindvíkingar væru að reyna að meiða sína menn. Jóhann var spurður út í þau ummæli og hann tók alls ekki undir þau. „Mér finnst það mjög gott. Keflvíkingar voru að mínu mati mjög grófir. Jaka Brodnik var stundum á tímabili að gera eitthvað allt annað en að spila körfubolta og það er til á myndbandi.“ „Ég ætla ekki í einhvern sandkassa leik Pétur getur verið í því og hvað heitir þjálfari Hauka [Maté Dalmay] hann er flottur í því líka en ég ætla ekki að taka það á mig,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson að lokum.
Grindavík Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga