Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2023 23:14 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Í dómi Landsréttar, sem birtur var í dag, er ráðuneytið ekki nafngreint og eru öll smáatriði afmáð. RÚV greinir frá því að um sé að ræða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og að umræddar ávirðingar tengist skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun þessa árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi á fundi í ráðuneytinu 31. júlí 2020 verið gefinn kostur á að skýra embættisfærslur sínar í tengslum við birtingu laganna sumarið áður. Mánuði síðar tilkynnti ráðherra, þá Kristján Þór Júlíusson, að ákveðið hafi verið að leggja niður embætti hans sem skrifstofustjóra innan ráðuneytisins. Ekki væri óskað vinnuframlags frá honum fram til þess að embættið yrði lagt niður. Í kjölfarið höfðaði maðurinn mál gegn íslenska ríkinu til heimtu bóta og byggði á því að embætti hans hefði í reynd ekki verið lagt niður. Auk þess hefði ákvörðun um frávikningu hans byggst á ómálefnalegum sjónarmiðum, nánar tiltekið fyrrgreindum ávirðingum. Íslenska ríkið vísaði til þess að ákvörðun um að leggja niður embættið hefði þegar verið tekin áður en ráðherra varð kunnugt um umræddar ávirðingar ríkisendurskoðanda. Landsréttur taldi að ríkið hefði ekki tekist að sanna að starfslok hefðu þegar verið ákveðin á fundi 24. júní 2020, eins og haldið var fram. Taldi rétturinn að ávirðingar á hendur manninum hafi haft veruleg áhrif á ákvarðanir ráðherra og ráðuneytisstjóra um störf hans í ráðuneytinu. Við þessar aðstæður hafi ráðherra borið að fara með málið í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Sökum þessa féllst Landsréttur á að embættismaðurinn ætti rétt til skaðabóta sem næmi eftirstandandi launum á skipunartíma, 22 milljónum króna, ásamt miskabóta upp á 1,5 milljónir króna.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dómsmál Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira