Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forseta Íslands í heimsókn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 19:17 Forsetahjónin auk borgarstjórahjónanna skoðuðu íslenskuver í Breiðholtsskóla, svo fátt eitt sé nefnt. Reykjavíkurborg Forsetahjónin fóru víða í dag í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Reykjavíkur frá því Vigdís Finnbogadóttir heimsótti borgina á 200 ára afmæli hennar árið 1986. Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forsetann í heimsókn. Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira