Var á Íslandi á meðan hálf fjölskyldan fórst í loftárás Bjarki Sigurðsson skrifar 22. nóvember 2023 19:14 Fjölskylda Suleiman. Palestínumaður búsettur á Íslandi missti foreldra sína í loftárás Ísraelshers fyrir mánuði síðan. Systir hans missti fótlegg í árásinni og vonast hann til að hún geti fengið gervifót eða komið hingað til lands. Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Suleiman Al Masri hefur dvalið hér á landi síðan árið 2020. Hann ólst upp á Gasasvæðinu en flúði þaðan árið 2017 í leit að betra lífi. Eftir á Gasasvæðinu urðu foreldrar hans og tvær systur. Fyrir mánuði síðan voru foreldrar hans og önnur systra hans myrt í árás ísraelska hersins. Þau bjuggu í bænum Al-Fukhari sem er örfáum kílómetrum frá landamærum Gasasvæðisins og Ísrael. Þrír fjölskyldumeðlimir hans lifðu árásina af, yngri systir hans sem er sautján ára gömul og tvö börn eldri systur hans sem eru fimm og tveggja ára gömul. Systir hans, Asil, missti annan fótlegginn í árásinni og var flutt til Egyptalands þar sem gert er að sárum hennar. Hin börnin voru flutt til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Faðir Suleiman ásamt Asil, systur hans. Ayham og Salem, frændsystkini Suleiman eftir árás Ísraela. „Hún er núna þunglynd og í losti því hún sá allt sem gerðist þennan dag. Hana dreymdi um að verða læknir. Á næsta ári ætlaði hún að velja háskólann sem hún vildi fara í,“ segir Suleiman. Asil á spítala. Suleiman hafði ekki hitt föður sinn í heilt ár og móður sína í sex ár. Hann segir söknuðinn mikinn. Nú sé hins vegar hans eina ósk að systir hans fái gervifót, eða þá að henni verði komið hingað til Íslands eða til Belgíu þar sem bróðir þeirra býr. „Það væri mjög erfitt, þótt hún hefði vegabréfsáritun, að flytja hana frá spítalanum í Egyptalandi til Evrópu. Ástandið er mjög slæmt en við munum vinna í þessu og sjá til hvað gerist. Ég spurði líka fyrirtækið Össur hvort það gæti gefið systur minni gervifót,“ segir Suleiman. Alls létust 25 manns í árásinni. Hús fjölskyldunnar var gjöreyðilagt eftir árásina.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Össur Hernaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira