Lífið samstarf

Alltaf svartur fössari í Bónus

Bónus

Venju samkvæmt ætlar Bónus ekki að bjóða upp á sérstök Black Friday tilboð í dag föstudag enda hefur Bónus boðið upp á ódýrustu matarkörfuna hérlendis samkvæmt óháðum könnunum frá því fyrsta verslunin opnaði í Skútuvogi í Reykjavík árið 1989.

„Í vikunni fram að Black Friday höfum við keyrt á herferð sem er svart/hvít og með einföldum skilaboðum þar sem stendur „Alla daga,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónuss. „Við erum í raun að benda á lágt verð alla daga til allra okkar viðskiptavina um land allt. Bónus hefur alla tíð haft það að markmiði að koma vörum frá framleiðendum til neytenda á sem hagkvæmastan hátt og það skilar sér í sanngjörnu verði til viðskiptavina okkar.“

Baldur Ólafsson er markaðsstjóri Bónuss.

Bónus hefur fyrir vikið sjaldan boðið upp á afslætti í verslunum sínum. „Það kemur alveg fyrir en er þó sjaldgæft enda vinnum við á lágri álagningu sem skilar sér í lágu verði alla daga.“

Bónus hefur boðið upp á ódýrustu matarkörfuna hérlendis samkvæmt óháðum könnunum frá því fyrsta verslunin opnaði í Skútuvogi í Reykjavík árið 1989.

Á morgun laugardag opnar Bónus nýja verslun í Miðhrauni í Garðbæ og er það þriðja verslunin sem Bónus opnar á þessu ári. „Nýja verslunin opnar kl. 10 í fyrramálið og okkur hlakkar mikið til að taka á móti gestum í þessari rúmgóðu verslun okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.