Heimir Hallgríms kom Jamaíku í undanúrslitin og inn á Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 06:26 Heimir Hallgrímsson er að gera frábæra hluti með landslið Jamaíku. Getty/Matthew Ashton Jamaíska fótboltalandsliðið sló Kanada út í nótt í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og skrifaði um leið söguna á margvíslegan hátt. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíka, skrifaði marga nýja kafla í sögu íslenska karlalandsliðsins þegar hann þjálfaði liðið og hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann tók við þjálfun þess jamaíska. Jamaíka vann 3-2 útisigur á Kanada og fór áfram í undanúrslitin á fleiri mörkum á útivelli. Jamaíka tapaði nefnilega fyrri leiknum á heimavelli 1-2 og var því ekki í allt of góðri stöðu fyrir leikinn í nótt. Copa America Here We Come pic.twitter.com/nV5xrHr3Th— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Jamaíka var þarna að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta skiptið en liðið tryggði sér einnig sæti í Copa America keppninni en þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem Jamaíkubúar verða með þar. Það er ekki nóg með að Jamaíka tapaði fyrri leiknum heldur lenti liðið einnig undir í fyrri hálfleiknum. Kanada var því komið tveimur mörkum yfir í einvíginu en strákarnir hans Heimis gáfust ekki upp. What a comeback! For the first time ever @jff_football will play the Concacaf Nations League Finals The Reggae Boyz also qualified for the CONMEBOL @CopaAmerica 2024! pic.twitter.com/mCII4zDeUb— Concacaf Nations League (@CNationsLeague) November 22, 2023 Hálfleiksræða Heimis kveikti í hans mönnum því Shamar Nicholson skoraði tvö mörk snemma í honum og kom sínu liði í 2-1. Kanada jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar en á 78. mínútu kom Bobby Reid Jamaíku aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það mark nægði til að koma Jamaíku áfram. Jamaíka endaði reyndar leikinn manni færri eftir að Demarai Gray fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu. Þetta var líka fyrsti sigur Jamaíka á Kanada í Kanada og í fyrsta sinn sem Jamaíka skorar þrjú mörk í leik á móti þjóð frá Norður-Ameríku í Norður-Ameríku. Tonight's Tid Bits: 1. Jamaica's first win ever over Canada in Canada2. Jamaica's 3rd ever victory over a North American Team on North American Soil3. Jamaica's first ever qualification to the Semi-Finals of the CONCACAF Nations League4. Jamaica's 3rd qualification for Copa pic.twitter.com/k8yoDLC0yU— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Copa América Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíka, skrifaði marga nýja kafla í sögu íslenska karlalandsliðsins þegar hann þjálfaði liðið og hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann tók við þjálfun þess jamaíska. Jamaíka vann 3-2 útisigur á Kanada og fór áfram í undanúrslitin á fleiri mörkum á útivelli. Jamaíka tapaði nefnilega fyrri leiknum á heimavelli 1-2 og var því ekki í allt of góðri stöðu fyrir leikinn í nótt. Copa America Here We Come pic.twitter.com/nV5xrHr3Th— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Jamaíka var þarna að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta skiptið en liðið tryggði sér einnig sæti í Copa America keppninni en þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem Jamaíkubúar verða með þar. Það er ekki nóg með að Jamaíka tapaði fyrri leiknum heldur lenti liðið einnig undir í fyrri hálfleiknum. Kanada var því komið tveimur mörkum yfir í einvíginu en strákarnir hans Heimis gáfust ekki upp. What a comeback! For the first time ever @jff_football will play the Concacaf Nations League Finals The Reggae Boyz also qualified for the CONMEBOL @CopaAmerica 2024! pic.twitter.com/mCII4zDeUb— Concacaf Nations League (@CNationsLeague) November 22, 2023 Hálfleiksræða Heimis kveikti í hans mönnum því Shamar Nicholson skoraði tvö mörk snemma í honum og kom sínu liði í 2-1. Kanada jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar en á 78. mínútu kom Bobby Reid Jamaíku aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það mark nægði til að koma Jamaíku áfram. Jamaíka endaði reyndar leikinn manni færri eftir að Demarai Gray fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu. Þetta var líka fyrsti sigur Jamaíka á Kanada í Kanada og í fyrsta sinn sem Jamaíka skorar þrjú mörk í leik á móti þjóð frá Norður-Ameríku í Norður-Ameríku. Tonight's Tid Bits: 1. Jamaica's first win ever over Canada in Canada2. Jamaica's 3rd ever victory over a North American Team on North American Soil3. Jamaica's first ever qualification to the Semi-Finals of the CONCACAF Nations League4. Jamaica's 3rd qualification for Copa pic.twitter.com/k8yoDLC0yU— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Copa América Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjá meira