Heimir Hallgríms kom Jamaíku í undanúrslitin og inn á Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 06:26 Heimir Hallgrímsson er að gera frábæra hluti með landslið Jamaíku. Getty/Matthew Ashton Jamaíska fótboltalandsliðið sló Kanada út í nótt í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar og skrifaði um leið söguna á margvíslegan hátt. Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíka, skrifaði marga nýja kafla í sögu íslenska karlalandsliðsins þegar hann þjálfaði liðið og hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann tók við þjálfun þess jamaíska. Jamaíka vann 3-2 útisigur á Kanada og fór áfram í undanúrslitin á fleiri mörkum á útivelli. Jamaíka tapaði nefnilega fyrri leiknum á heimavelli 1-2 og var því ekki í allt of góðri stöðu fyrir leikinn í nótt. Copa America Here We Come pic.twitter.com/nV5xrHr3Th— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Jamaíka var þarna að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta skiptið en liðið tryggði sér einnig sæti í Copa America keppninni en þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem Jamaíkubúar verða með þar. Það er ekki nóg með að Jamaíka tapaði fyrri leiknum heldur lenti liðið einnig undir í fyrri hálfleiknum. Kanada var því komið tveimur mörkum yfir í einvíginu en strákarnir hans Heimis gáfust ekki upp. What a comeback! For the first time ever @jff_football will play the Concacaf Nations League Finals The Reggae Boyz also qualified for the CONMEBOL @CopaAmerica 2024! pic.twitter.com/mCII4zDeUb— Concacaf Nations League (@CNationsLeague) November 22, 2023 Hálfleiksræða Heimis kveikti í hans mönnum því Shamar Nicholson skoraði tvö mörk snemma í honum og kom sínu liði í 2-1. Kanada jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar en á 78. mínútu kom Bobby Reid Jamaíku aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það mark nægði til að koma Jamaíku áfram. Jamaíka endaði reyndar leikinn manni færri eftir að Demarai Gray fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu. Þetta var líka fyrsti sigur Jamaíka á Kanada í Kanada og í fyrsta sinn sem Jamaíka skorar þrjú mörk í leik á móti þjóð frá Norður-Ameríku í Norður-Ameríku. Tonight's Tid Bits: 1. Jamaica's first win ever over Canada in Canada2. Jamaica's 3rd ever victory over a North American Team on North American Soil3. Jamaica's first ever qualification to the Semi-Finals of the CONCACAF Nations League4. Jamaica's 3rd qualification for Copa pic.twitter.com/k8yoDLC0yU— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Copa América Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Jamaíka, skrifaði marga nýja kafla í sögu íslenska karlalandsliðsins þegar hann þjálfaði liðið og hann hefur haldið uppteknum hætti eftir að hann tók við þjálfun þess jamaíska. Jamaíka vann 3-2 útisigur á Kanada og fór áfram í undanúrslitin á fleiri mörkum á útivelli. Jamaíka tapaði nefnilega fyrri leiknum á heimavelli 1-2 og var því ekki í allt of góðri stöðu fyrir leikinn í nótt. Copa America Here We Come pic.twitter.com/nV5xrHr3Th— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023 Jamaíka var þarna að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í fyrsta skiptið en liðið tryggði sér einnig sæti í Copa America keppninni en þetta verður aðeins í þriðja skiptið þar sem Jamaíkubúar verða með þar. Það er ekki nóg með að Jamaíka tapaði fyrri leiknum heldur lenti liðið einnig undir í fyrri hálfleiknum. Kanada var því komið tveimur mörkum yfir í einvíginu en strákarnir hans Heimis gáfust ekki upp. What a comeback! For the first time ever @jff_football will play the Concacaf Nations League Finals The Reggae Boyz also qualified for the CONMEBOL @CopaAmerica 2024! pic.twitter.com/mCII4zDeUb— Concacaf Nations League (@CNationsLeague) November 22, 2023 Hálfleiksræða Heimis kveikti í hans mönnum því Shamar Nicholson skoraði tvö mörk snemma í honum og kom sínu liði í 2-1. Kanada jafnaði metin aðeins þremur mínútum síðar en á 78. mínútu kom Bobby Reid Jamaíku aftur yfir með marki úr vítaspyrnu. Það mark nægði til að koma Jamaíku áfram. Jamaíka endaði reyndar leikinn manni færri eftir að Demarai Gray fékk sitt annað gula spjald á 85. mínútu. Þetta var líka fyrsti sigur Jamaíka á Kanada í Kanada og í fyrsta sinn sem Jamaíka skorar þrjú mörk í leik á móti þjóð frá Norður-Ameríku í Norður-Ameríku. Tonight's Tid Bits: 1. Jamaica's first win ever over Canada in Canada2. Jamaica's 3rd ever victory over a North American Team on North American Soil3. Jamaica's first ever qualification to the Semi-Finals of the CONCACAF Nations League4. Jamaica's 3rd qualification for Copa pic.twitter.com/k8yoDLC0yU— Official J.F.F (@jff_football) November 22, 2023
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Jamaíka Copa América Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira