Körfubolti

„Það eru ekkert nema góðir strákar þarna“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar telur að það vanti menn með meira skap í Hauka. Þar kemur Pitts sterkur inn.
Ómar telur að það vanti menn með meira skap í Hauka. Þar kemur Pitts sterkur inn. Vísir/Anton Brink

Ómar Sævarsson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds, telur Damier Pitts geta lyft Haukum á hærra plan því hann er einfaldlega ekki jafn „góður strákur“ og aðrie leikmenn liðsins.

Ómar Sævarsson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds, telur Damier Pitts geta lyft Haukum á hærra plan því hann er einfaldlega ekki jafn „góður strákur“ og aðrie leikmenn liðsins.

Farið var yfir leikmannaskipti Hauka í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Haukarnir losuðu Jaylen Moore, sem samdi við Hamar, og fengu inn Damier Pitts sem hefur áður spilað hér á landi.

Klippa: Körfuboltakvöld: Það eru ekkert nema góðir strákar þarna

Ómar sagði hreint út að fyrst hafi honum fundið skiptin skrítin en eftir að sjá Moore spila með Hamri og Pitts með Haukum þá skilji hann þau betur nú. Aðalástæðan er sú að Pitts er ákveðin týpa af leikmanni og notaði Ómar enskt orð yfir hvernig týpa hann er en sagði það þó aðeins einu sinni.

„Haukarnir eru lið fullt af „good guys.“ Það eru ekkert nema góðir strákar þarna. Það er allt í lagi, alveg fínt. En þurfa einhvern í liðið sitt sem er tilbúinn að lemja frá sér og vera leiðinlegur.“

Teitur Örlygsson var hins vegar ekki alveg sammála Ómari og skildi voða lítið í því að Haukar hafi látið Moore fara.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×