Javier Milei, nýr forseti Argentínu, hefur heitið umfangsmiklum breytingum á ríkinu eftir kosningabaráttu sem hefur einkennst af miklum öfgum og heift. Forsetinn nýi hefur heitið því að grípa hratt til umfangsmikilla aðgerða. Eftir kosningar sem haldnar voru í gær, þegar búið var að telja um 99,4 prósent atkvæða, var Milei með 55,7 prósent en Sergio Massa, núverandi fjármálaráðherra, með 44,3 prósent. Þetta er stærsti sigur í forsetakosningum í Argentínu frá því lýðræði var aftur sett á þar árið 1983, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fyrir einungis nokkrum mánuðum voru sérfræðingar sammála um að hann yrði aldrei kjörinn forseti. Þrátt fyrir það tókst hinum 53 ára gamla hagfræðing að afla þessum mikla stuðnings en það gerði hann með því að kasta fram miklum loforðum um að bæta sífellt versnandi efnahagsástand Argentínu og bæta hag íbúa landsins. Er hann fagnaði sigri sínum með stuðningsmönnum sínum sagði Milei að Argentína væri í alvarlegri stöðu. Enginn tími væri fyrir að taka hlutina vettlingatökum og hét hann því að grípa hratt til aðgerða. Í stuttu máli sagt hafa Argentínumenn gengið gegnum erfiða tíma um langt skeið. Heil kynslóð Argentínumanna hefur lítið annað upplifað en langvarandi efnahagskrísu. Verðbólga mælist meiri en 140 prósent í Argentínu og fátækum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Milei, sem hefur lýst sér sem anarkista-kapítalista, hefur meðal annars heitið umfangsmiklum niðurskurði hjá hinu opinberlega. Hann vill loka helmingi ráðuneyta Argentínu, eins og bæði heilbrigðis- og menntamálaráðuneytinu. Hann hefur þar að auki sagst vilja sprengja Seðlabanka Argentínu í loft upp og taka bandaríska dalinn. Þá hefur Milei sagt að hann vilji einnig skera niður í velferðarmálum og annarsstaðar. Milei hefur mætt á viðburði í ofurhetjubúning eða með vélsög með því markmiðið að ítreka það að hann ætli í umfangsmikla niðurskurði. Milei hefur sagt að hann vilji að her Argentínu taki yfir rekstur fangelsa í landinu og fella úr gildi lög um skotvopnaeign í Argentínu. Báðar þessum ætlunum er ætlað að draga úr glæpum. Kallaður „hinn klikkaði“ Milei kallar sjálfan sig „ljónið“ en stuðningsmenn hans kalla hann „hinn klikkaða“ og „hárkolluna“, svo eitthvað sé nefnt. Vert er að taka fram að hárið er raunverulegt, þó hann sé kallaður hárkollan. Að mörgu leyti er Milei að feta í fótspor Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hefur hann til að mynda heitið því að Argentína endurheimti mikilvægan sess sinn í heiminum. Stuðningsmenn hans bera oft húfur sem á stendur „Make Argentina Great Again“. Milei hefur rætt um að hreina „stjórnmálastéttina“ úr hinu opinbera kerfi, á svipaðan hátt og Trump hefur átt í eilífri baráttu við „fenið“ í Washington DC. Þá hefur Milei einnig talað um að mögulega myndi kosningasvindl kosta sig sigur í kosningunum. „Hinn klikkaði“ hefur sýnt mikla heift í garð pólitískra andstæðinga sinna.AP/Natacha Pisarenko Hann hefur einnig sagst andvígur kynfræðslu í skólum og er mótfallinn þungunarrofi, sem gert var löglegt í Argentínu árið 2020. Hann þvertekur fyrir að maðurinn eigi nokkurn þátt í veðurfarsbreytingum og hefur gagnrýnt páfann og kallað hann „fávita“, „kommúnista“, „skítugan vinstri mann“ og „kartöflu“ vegna meintra tilrauna Frans til að berjast fyrir félagslegum umbótum. Milei hefur haldið því fram að kynfræðsla sé ráðabrugg marxista sem ætlað sé að rústa hinni hefðbundnu fjölskyldu. Hann hefur einnig lýst því yfir að honum finnist að fólk ætti að geta selt líffæri sín, vilji þau gera það. Hann hefur einnig vakið athygli fyrir að lýsa yfir aðdáun á Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem er ekki vinsæl í Argentínu vegna Falklandseyjastríðsins, og glæpamanninum Al Capone, vegna meintra hægri sinnaðra viðhorfa hans. Hér má sjá Milei í sjónvarpsviðtali þar sem hann talar illa um vinstri sinnað fólk. new fast show character looks promising pic.twitter.com/RUaF5lHcsS— Jim Pickard (@PickardJE) November 20, 2023 Segist sérfræðingur í Tantra-kynlífi Þegar kemur að einkalífi Milei fetar hann ekki hefðbundnar slóðir. Hann segist ekki tala mikið um æsku sína og segir hana hafa mótast af mjög stirðu sambandi hans og föðurs hans. Hann spilaði á árum áður í hljómsveit sem spilaði lög Rolling Stones og spilaði fótbolta sem markvörður. Á níunda áratug síðustu aldar lagði hann takkaskóna á hilluna og hóf nám í hagfræði. Hann var lengi yfirhagfræðingur Corporación America, eins stærsta fyrirtækis Argentínu en hætti þar árið 2021 þegar hann komst inn á þing. Ekki er vitað til þess að hann eigi vini og hann hefur sömuleiðis ekki átt í alvarlegum samböndum við konur, eftir því sem blaðamenn AP fréttaveitunnar komast næst. Hann hóf þó samband við leikkonu í sumar, eftir að hafa ítrekað sagt að hann hefði ekki tíma fyrir slíkt. Í sjónvarpsviðtölum hefur Milei oft farið um víðan völl. Auk þess að tala um efnahags- og félagsmál hefur hann ítrekað talað um kynlíf. Meðal annars hefur hann sagst vera sérfræðingur í tantra-kynlífi og stært sig af því að hafa margsinnis tekið þátt í hópkynlífsathöfnum. Javier Milei með nýrri kærustu sinni, leikkonunni Fatima Florezi.AP/Rodrigo Abd Hann hefur einnig lýst því yfir að hundurinn Conan, sem drapst árið 2017 og Milei hefur látið klóna fjórum sinnum, hafi sagt sér í gegnum miðil að hann ætti að verða forseti. Hann segir hundana sína fjóra, sem vitað er um, Murray, Milton, Robert og Lucas, sem heita eftir frægum hægri sinnuðum hagfræðingum, vera bestu ráðgjafa í heimi. Hans helsti ráðgjafi er þó systir hans sem hefur stýrt framboðinu og Milei hefur lýst í spaugi sem yfirmanni sínum. Milei hefur verið gagnrýndur vegna skorts á stjórnmálareynslu og framkomu hans. Hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir langar ræður þar sem hann hefur talað um pólitíska andstæðinga sína af mikilli heift. Eins og áður segir var lýðræði tekið upp að nýju í Argentínu árið 1983. Þar áður var landinu stýrt af einræðisherrum sem beittu andstæðinga sína ofsóknum og ofbeldi. Mikill fjöldi Argentínumanna var myrtur af yfirvöldum á þessum tíma. Argentína Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15 Kosið á milli tveggja efstu í Argentínu Kosið verður á ný á milli tveggja efstu í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru í gær. 23. október 2023 07:27 Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. 14. ágúst 2023 07:18 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent
Eftir kosningar sem haldnar voru í gær, þegar búið var að telja um 99,4 prósent atkvæða, var Milei með 55,7 prósent en Sergio Massa, núverandi fjármálaráðherra, með 44,3 prósent. Þetta er stærsti sigur í forsetakosningum í Argentínu frá því lýðræði var aftur sett á þar árið 1983, samkvæmt AP fréttaveitunni, en fyrir einungis nokkrum mánuðum voru sérfræðingar sammála um að hann yrði aldrei kjörinn forseti. Þrátt fyrir það tókst hinum 53 ára gamla hagfræðing að afla þessum mikla stuðnings en það gerði hann með því að kasta fram miklum loforðum um að bæta sífellt versnandi efnahagsástand Argentínu og bæta hag íbúa landsins. Er hann fagnaði sigri sínum með stuðningsmönnum sínum sagði Milei að Argentína væri í alvarlegri stöðu. Enginn tími væri fyrir að taka hlutina vettlingatökum og hét hann því að grípa hratt til aðgerða. Í stuttu máli sagt hafa Argentínumenn gengið gegnum erfiða tíma um langt skeið. Heil kynslóð Argentínumanna hefur lítið annað upplifað en langvarandi efnahagskrísu. Verðbólga mælist meiri en 140 prósent í Argentínu og fátækum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Milei, sem hefur lýst sér sem anarkista-kapítalista, hefur meðal annars heitið umfangsmiklum niðurskurði hjá hinu opinberlega. Hann vill loka helmingi ráðuneyta Argentínu, eins og bæði heilbrigðis- og menntamálaráðuneytinu. Hann hefur þar að auki sagst vilja sprengja Seðlabanka Argentínu í loft upp og taka bandaríska dalinn. Þá hefur Milei sagt að hann vilji einnig skera niður í velferðarmálum og annarsstaðar. Milei hefur mætt á viðburði í ofurhetjubúning eða með vélsög með því markmiðið að ítreka það að hann ætli í umfangsmikla niðurskurði. Milei hefur sagt að hann vilji að her Argentínu taki yfir rekstur fangelsa í landinu og fella úr gildi lög um skotvopnaeign í Argentínu. Báðar þessum ætlunum er ætlað að draga úr glæpum. Kallaður „hinn klikkaði“ Milei kallar sjálfan sig „ljónið“ en stuðningsmenn hans kalla hann „hinn klikkaða“ og „hárkolluna“, svo eitthvað sé nefnt. Vert er að taka fram að hárið er raunverulegt, þó hann sé kallaður hárkollan. Að mörgu leyti er Milei að feta í fótspor Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hefur hann til að mynda heitið því að Argentína endurheimti mikilvægan sess sinn í heiminum. Stuðningsmenn hans bera oft húfur sem á stendur „Make Argentina Great Again“. Milei hefur rætt um að hreina „stjórnmálastéttina“ úr hinu opinbera kerfi, á svipaðan hátt og Trump hefur átt í eilífri baráttu við „fenið“ í Washington DC. Þá hefur Milei einnig talað um að mögulega myndi kosningasvindl kosta sig sigur í kosningunum. „Hinn klikkaði“ hefur sýnt mikla heift í garð pólitískra andstæðinga sinna.AP/Natacha Pisarenko Hann hefur einnig sagst andvígur kynfræðslu í skólum og er mótfallinn þungunarrofi, sem gert var löglegt í Argentínu árið 2020. Hann þvertekur fyrir að maðurinn eigi nokkurn þátt í veðurfarsbreytingum og hefur gagnrýnt páfann og kallað hann „fávita“, „kommúnista“, „skítugan vinstri mann“ og „kartöflu“ vegna meintra tilrauna Frans til að berjast fyrir félagslegum umbótum. Milei hefur haldið því fram að kynfræðsla sé ráðabrugg marxista sem ætlað sé að rústa hinni hefðbundnu fjölskyldu. Hann hefur einnig lýst því yfir að honum finnist að fólk ætti að geta selt líffæri sín, vilji þau gera það. Hann hefur einnig vakið athygli fyrir að lýsa yfir aðdáun á Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem er ekki vinsæl í Argentínu vegna Falklandseyjastríðsins, og glæpamanninum Al Capone, vegna meintra hægri sinnaðra viðhorfa hans. Hér má sjá Milei í sjónvarpsviðtali þar sem hann talar illa um vinstri sinnað fólk. new fast show character looks promising pic.twitter.com/RUaF5lHcsS— Jim Pickard (@PickardJE) November 20, 2023 Segist sérfræðingur í Tantra-kynlífi Þegar kemur að einkalífi Milei fetar hann ekki hefðbundnar slóðir. Hann segist ekki tala mikið um æsku sína og segir hana hafa mótast af mjög stirðu sambandi hans og föðurs hans. Hann spilaði á árum áður í hljómsveit sem spilaði lög Rolling Stones og spilaði fótbolta sem markvörður. Á níunda áratug síðustu aldar lagði hann takkaskóna á hilluna og hóf nám í hagfræði. Hann var lengi yfirhagfræðingur Corporación America, eins stærsta fyrirtækis Argentínu en hætti þar árið 2021 þegar hann komst inn á þing. Ekki er vitað til þess að hann eigi vini og hann hefur sömuleiðis ekki átt í alvarlegum samböndum við konur, eftir því sem blaðamenn AP fréttaveitunnar komast næst. Hann hóf þó samband við leikkonu í sumar, eftir að hafa ítrekað sagt að hann hefði ekki tíma fyrir slíkt. Í sjónvarpsviðtölum hefur Milei oft farið um víðan völl. Auk þess að tala um efnahags- og félagsmál hefur hann ítrekað talað um kynlíf. Meðal annars hefur hann sagst vera sérfræðingur í tantra-kynlífi og stært sig af því að hafa margsinnis tekið þátt í hópkynlífsathöfnum. Javier Milei með nýrri kærustu sinni, leikkonunni Fatima Florezi.AP/Rodrigo Abd Hann hefur einnig lýst því yfir að hundurinn Conan, sem drapst árið 2017 og Milei hefur látið klóna fjórum sinnum, hafi sagt sér í gegnum miðil að hann ætti að verða forseti. Hann segir hundana sína fjóra, sem vitað er um, Murray, Milton, Robert og Lucas, sem heita eftir frægum hægri sinnuðum hagfræðingum, vera bestu ráðgjafa í heimi. Hans helsti ráðgjafi er þó systir hans sem hefur stýrt framboðinu og Milei hefur lýst í spaugi sem yfirmanni sínum. Milei hefur verið gagnrýndur vegna skorts á stjórnmálareynslu og framkomu hans. Hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir langar ræður þar sem hann hefur talað um pólitíska andstæðinga sína af mikilli heift. Eins og áður segir var lýðræði tekið upp að nýju í Argentínu árið 1983. Þar áður var landinu stýrt af einræðisherrum sem beittu andstæðinga sína ofsóknum og ofbeldi. Mikill fjöldi Argentínumanna var myrtur af yfirvöldum á þessum tíma.
Milei næsti forseti Argentínu Javier Milei verður næsti forseti Argentínu eftir seinni umferð forsetakosninganna þar í landi sem fram fór í gær. Mótframbjóðandi hans vinstrimaðurinn Sergio Massa, sem er núverandi efnahagsráðherra landsins, hefur þegar hringt í hann og viðurkennt ósigur sinn. 20. nóvember 2023 07:15
Kosið á milli tveggja efstu í Argentínu Kosið verður á ný á milli tveggja efstu í forsetakosningunum í Argentínu sem fram fóru í gær. 23. október 2023 07:27
Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. 14. ágúst 2023 07:18