Skotland og Noregi gerðu jafntefli í stórskemmtilegum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:35 John McGinn fagnar marki sínu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Leikjum dagsins í undankeppni EM karla í knattspyrnu er nú lokið. Skotland og Noregur gerðu 3-3 jafntefli, Spánn vann 3-1 sigur á Georgíu á meðan Slóvakía og Lúxemborg unnu útisigra í riðli Íslands. Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Fyrir leik Skotlands og Noregs var ljóst að Skotar væru á leið á EM en Norðmenn þurfa að sitja heima næsta sumar þegar bestu lið Evrópu mæta til Þýskalands. Það voru hins vegar Norðmenn sem komust yfir á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Aron Donnum kom Noregi yfir eftir aðeins þrjár mínútur en heimamenn fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar sem John McGinn jafnaði metin úr. Jorgen Strand Larsen kom gestunum yfir á nýjan leik á 20. mínútu en Leo Ostigard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark ekki löngu síðar og staðan jöfn 2-2 í hálfleik. John McGinn is the king of celebrations pic.twitter.com/DtEXKq2nlf— LiveScore (@livescore) November 19, 2023 Skotar komust loks yfir þegar Stuart Armstrong skoraði á 59. mínútu en Mohamed Elyounoussi jafnaði metin fyrir Noreg undir lokin og þar við sat, lokatölur 3-3 í stórskemmtilegum leik. Í sama riðli vann Spánn 3-1 sigur á Georgíu. Robin Le Normand kom Spáni yfir áður en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin. Um miðbik fyrri hálfleiks þurfti Gavi, leikmaður Barcelona og Spánar, að yfirgefa völlinn gegna meiðsla en óttast er að hann verði lengi frá keppni vegna þeirra. Staðan var 1-1 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks skoraði Ferrán Torres annað mark Spánar. Hann hefur nú skorað 18 mörk í 40 A-landsleikjum. Ferran Torres has 18 goals in just 40 games for Spain #EURO2024 pic.twitter.com/uVD0PuPHjd— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 19, 2023 Luka Lochoshvili setti svo boltann í eigið net á 72. mínútu og gulltryggði þar með 3-1 sigur Spánar. Spánverjar unnu því A-riðil með 21 stig, Skotland var í 2. sæti með 17 stig og Noregur þar á eftir með 11 stig. Önnur úrslit Bosnía-Hersegóvína 1-2 Slóvakía Liechtenstein 0-1 Lúxemborg Portúgal 2-0 Ísland
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21 Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. 19. nóvember 2023 19:21
Ungverjaland og Serbía á EM Ungverjaland og Serbía eru komin á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. 19. nóvember 2023 16:11