Bruno Fernandes braut ísinn með hnitmiðuðu skoti á 37. mínútu, staðan 1-0 í hálfleik. Hákon Rafn Valdimarsson hafði átt mjög svo góðan leik í marki Íslands í því sem var hans fyrsti mótsleikur með A-landsliðinu.
Því miður þá hélt Hákon Rafn ekki föstu skoti á 66. mínútu sem endaði með því að Cristiano Ronaldo potaði í boltann áður en Ricardo Horta ýtti boltanum yfir línuna, staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Bæði mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.
Portúgal endaði með 30 stig í J-riðli á meðan Ísland endaði með aðeins 10 stig í 4. sæti.