Lukaku skoraði fernu í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 19:21 Romelu Lukaku skemmti sér vel í kvöld. EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Belgía rúllaði Aserbaísjan upp í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM 2024. Þá vann Svíþjóð 2-0 sigur á Eistlandi. Belgía hafði þegar tryggt sér sæti á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi en þurfti sigur til að tryggja efsta sæti F-riðils. Aserarnir stóðu örlítið í heimamönnum en eftir að fá á sig mark og rautt spjald sjö mínútum síðar hrundi spilaborgin. Romelu Lukaku kom Belgíu yfir eftir undirbúning Jérémy Doku á 17. mínútu. Eddy Israfilov fékk gult spjald á 20. mínútu og annað fjórum mínútum síðar, Aserarnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Á 26. mínútu bætti Lukaku við öðru marki sínu og fullkomnaði þrennuna aðeins fjórum mínútum síðar. Á 37. mínútu bætti Lukaku við fjórða marki Belga og þannig var staðan í hálfleik. Belgía skoraði vissulega eitt mark til viðbótar en markið var dæmt af vegna rangstöðu. It s taken Romelu Lukaku 30 minutes to score a hat trick against Azerbaijan 30 MINUTES. pic.twitter.com/930kfq03cj— B/R Football (@brfootball) November 19, 2023 Fimmta markið kom undir lok venjulegs leiktíma, Leandro Trossard skilaði boltanum þá í netið eftir undirbúning Doku. Lokatölur 5-0 og toppsætið var Belga. Belgía endaði í efsta sætinu með 20 stig að loknum 8 leikjum. Austurríki kom þar á eftir með 19 stig en Svíþjóð voru í 3. sæti með 10 stig eftir 2-0 sigur á Eistlandi. Viktor Claesson og Emil Forsberg skoruðu mörk Svía. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Belgía hafði þegar tryggt sér sæti á EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi en þurfti sigur til að tryggja efsta sæti F-riðils. Aserarnir stóðu örlítið í heimamönnum en eftir að fá á sig mark og rautt spjald sjö mínútum síðar hrundi spilaborgin. Romelu Lukaku kom Belgíu yfir eftir undirbúning Jérémy Doku á 17. mínútu. Eddy Israfilov fékk gult spjald á 20. mínútu og annað fjórum mínútum síðar, Aserarnir því manni færri það sem eftir lifði leiks. Á 26. mínútu bætti Lukaku við öðru marki sínu og fullkomnaði þrennuna aðeins fjórum mínútum síðar. Á 37. mínútu bætti Lukaku við fjórða marki Belga og þannig var staðan í hálfleik. Belgía skoraði vissulega eitt mark til viðbótar en markið var dæmt af vegna rangstöðu. It s taken Romelu Lukaku 30 minutes to score a hat trick against Azerbaijan 30 MINUTES. pic.twitter.com/930kfq03cj— B/R Football (@brfootball) November 19, 2023 Fimmta markið kom undir lok venjulegs leiktíma, Leandro Trossard skilaði boltanum þá í netið eftir undirbúning Doku. Lokatölur 5-0 og toppsætið var Belga. Belgía endaði í efsta sætinu með 20 stig að loknum 8 leikjum. Austurríki kom þar á eftir með 19 stig en Svíþjóð voru í 3. sæti með 10 stig eftir 2-0 sigur á Eistlandi. Viktor Claesson og Emil Forsberg skoruðu mörk Svía.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira