„Það verða allir að sitja við sama borð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Stefán Árni Pálsson er stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Vísir Arnar Guðjónsson lét gamminn geyssa um vinnubrögð KKÍ í viðtali eftir sigur Stjörnunnar á Haukum í gær. Málið var rætt í Subway Körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum