Fótbolti

Grát­legt tap hjá ís­lensku strákunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst Orri Þorsteinsson er fyrirliði Íslands.
Ágúst Orri Þorsteinsson er fyrirliði Íslands. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska U-19 ára landslið drengja mátti þola naumt 1-0 tap gegn Frakklandi í undankeppni EM. Sigurmark Frakklands kom mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma.

Íslenska liðið gerði jafntefli við Danmörku í fyrsta leik og lengi vel leit út fyrir að liðið myndi landa öðru stigi í dag og koma sér þannig í góða stöðu fyrir lokaleikinn gegn Eistlandi.

Íslensku drengirnir stóðu sig frábærlega og héldu Frakklandi í skefjum allt þangað til á 89. mínútu þegar Eli Junior Kroupi skallaði boltann yfir Arnar Daða Jóhannesson í marki Íslands eftir fyrirgjöf Desire Doue.

Danmörk vann á sama tíma 4-0 sigur á Eistlandi sem þýðir að Ísland þarf svipaðan stóran sigur og treysta á að Frakkland vinni Danmörku.

Efstu tvö liðin í riðlinum fara beint áfram í aðra umferð undankeppninnar. Bestu þriðja sætis liðin munu þá einnig komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×