Wales er í harðri baráttu við Króatíu um annað sæti í D-riðli undankeppninnar og þurfti sárlega á þremur stigum að halda í dag. Það verkefni varð töluvert erfiðara eftir aðeins fimm mínútna leik á Vazgen Sargsyan Republican-vellinum í Yerevan en þá kom Lucas Zelarayan heimamönnum í Armeníu yfir.
Wales jafnaði undir lok fyrri hálfleiks þökk sé sjálfsmarki Nair Tiknizyan og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins.
Wales er með 11 stig að loknum 7 leikjum en Króatía er með stigi minna og á leik til góða.