„Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum mjög skrýtin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2023 16:17 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með spilamennsku síns liðs, en fannst aðrir starfsmenn leiksins ekki vera með sér í liði. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega svekktur eftir tveggja stiga tap gegn Stjörnunni í dag. Lokatölur 77-75, en Bjarna fannst dómgæslan í leiknum halla á sitt lið. „Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
„Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44