„Erum ekki með einhverja milljónamæringa að ausa í okkur peningum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. nóvember 2023 23:35 Ívar Ásgrímsson hefur ekki getað glaðst yfir gengi Breiðabliks það sem af er vetri. Vísir/Anton Brink Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Vísi eftir sextán stiga tap liðsins gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Breiðablik skoraði fullt af stigum í leiknum en fékk enn fleiri stig á sig. Í lok þriðja leikhluta skoraði Blikaliðið ekki stig í fjórar mínútur og eftir það var öruggt hvort liðið myndi vinna leikinn. „Þetta er nákvæmlega sama og gerðist í Njarðvíkurleiknum. Við erum að spila ágætlega en svo kemur fimm mínútna kafli þar sem við skorum ekki stig. Við skorum 104 stig í kvöld, en eigum samt fimm mínútna kafla þar sem við skorum ekki. Þeir skora og skora, hitta úr öllu. Við hendum þessu frá okkur, vorum með tólf tapaða bolta í þriðja leikhluta, það er bara það sem skilur að, vorum einungis með fjóra tapaða bolta í fyrri hálfleik. Við erum búnir að vera í framför, en það er erfitt þegar þú færð alltaf á þig langa spretti án þess að geta svarað.“ „Það er eins og við séum ekki nógu klárir. Við látum spretti frá hinu liðinu vara í of langan tíma. Það er bara vandamálið hjá okkur og eitthvað sem ég þarf að vinna í að finna lausn á.“ Sölvi frábær í kvöld Sölvi Ólason átti frábæran leik í liði Breiðabliks, skoraði 26 stig og var með 69% skotnýtingu. „Öll hin liðin eru með erlendan bakvörð sem getur tekið af skarið og klárað. Við erum að gefa ungum strákum í þessari stöðu séns, Sölvi var frábær í kvöld; besti leikur hans á tímabilinu og vonandi gefur þetta honum sjálfstraust í framhaldinu. Við þurfum góðan bakvörð, vissum að það gæti verið erfitt að vera ekki með Kana-bakvörð en ákváðum að gefa Sölva og fleirum möguleika. Sölvi sýndi að hann getur þetta og vonandi verður þetta vendipunktur á hans tímabili. Hann þarf að byggja á þessu.“ Er ekki þannig að það sé bara hlaupið út í búð og náð í ávexti Zoran Vrkic kom inn í lið Breiðabliks eftir að mótið hófst og jafnvægið í liðinu er betra. En þarf Ívar að gera aðra breytingu? „Við gerum ekkert aðra breytingu, við höfum ekkert efni á því. Alveg sama hvað þessi sérfræðingar í setti segja, tala um að það eigi bara að hlaupa út í búð og ná sér í ávexti. En þetta er ekki þannig. Við erum með sjálfboðaliða sem vinna baki brotnu og eru að reyna afla peninga. Þetta er dýr rekstur og við erum fótboltaklúbbur. Því miður fáum við ekki mikinn pening þar, það hefur samt sem áður verið stutt við bakið á okkur, en við getum ekki alltaf ætlast til að það sé að koma frá einhverjum örðum. Það hefur bara gengið illa [að afla fjármagns] og við erum ekki með einhverja milljónamæringa sem eru að koma og ausa í okkur peningum eins og sum félög. Ef það eru einhver fyrirtæki í Kópavogi sem vilja styrkja, þá væri það frábært, en ég er heldur ekkert að segja að við eigum að vera ausa peningum í einhverja útlendinga.“ „Við erum með flott yngri flokka starf og við ákváðum að reyna gefa því smá séns, vissum að þetta yrði erfiður vetur. Þess vegna er ánægjulegt að sjá Sölva gera flotta hluti. Það þurfa fleiri að stíga upp og í lengri tíma. Zoran er að koma flottur inn hjá okkur, er ekki ennþá kominn í 100 prósent form, en verður betri og betri með hverjum leiknum. Við komu hans kemst betra jafnvægi hjá okkur. Snorri er hægt og rólega að komast í gang, átti dapran leik í kvöld eftir frábæran leik síðast. Það er fullt af jákvæðum hlutum, við þurfum að byggja á þeim, þurfum að vera tilbúnir fyrir næsta leik og ætlum okkur sigur í næsta leik og komast á sigurbraut.“ Breiðablik er án sigurs eftir sjö umferðir. Er liðið með eitthvað annað markmið en að halda sér uppi? „Ég held að það sé nógu erfitt markmið úr þessu. Við sjáum að Höttur er búinn að vinna fullt af leikjum, það er þá kannski frekar að við þurfum að horfa á mitt gamla félag [Haukar]. Þeir eru að ströggla og ég er ekkert að sjá að það sé að fara breytast þar. Við getum horft á það að reyna vinna fleiri leiki en þeir. Við þurfum að byrja á því að vinna Hamar í næsta leik og koma okkur aðeins af stað,“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Breiðablik 120-104 | Öruggt hjá heimamönnum gegn botnliðinu Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. 17. nóvember 2023 20:56 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
„Þetta er nákvæmlega sama og gerðist í Njarðvíkurleiknum. Við erum að spila ágætlega en svo kemur fimm mínútna kafli þar sem við skorum ekki stig. Við skorum 104 stig í kvöld, en eigum samt fimm mínútna kafla þar sem við skorum ekki. Þeir skora og skora, hitta úr öllu. Við hendum þessu frá okkur, vorum með tólf tapaða bolta í þriðja leikhluta, það er bara það sem skilur að, vorum einungis með fjóra tapaða bolta í fyrri hálfleik. Við erum búnir að vera í framför, en það er erfitt þegar þú færð alltaf á þig langa spretti án þess að geta svarað.“ „Það er eins og við séum ekki nógu klárir. Við látum spretti frá hinu liðinu vara í of langan tíma. Það er bara vandamálið hjá okkur og eitthvað sem ég þarf að vinna í að finna lausn á.“ Sölvi frábær í kvöld Sölvi Ólason átti frábæran leik í liði Breiðabliks, skoraði 26 stig og var með 69% skotnýtingu. „Öll hin liðin eru með erlendan bakvörð sem getur tekið af skarið og klárað. Við erum að gefa ungum strákum í þessari stöðu séns, Sölvi var frábær í kvöld; besti leikur hans á tímabilinu og vonandi gefur þetta honum sjálfstraust í framhaldinu. Við þurfum góðan bakvörð, vissum að það gæti verið erfitt að vera ekki með Kana-bakvörð en ákváðum að gefa Sölva og fleirum möguleika. Sölvi sýndi að hann getur þetta og vonandi verður þetta vendipunktur á hans tímabili. Hann þarf að byggja á þessu.“ Er ekki þannig að það sé bara hlaupið út í búð og náð í ávexti Zoran Vrkic kom inn í lið Breiðabliks eftir að mótið hófst og jafnvægið í liðinu er betra. En þarf Ívar að gera aðra breytingu? „Við gerum ekkert aðra breytingu, við höfum ekkert efni á því. Alveg sama hvað þessi sérfræðingar í setti segja, tala um að það eigi bara að hlaupa út í búð og ná sér í ávexti. En þetta er ekki þannig. Við erum með sjálfboðaliða sem vinna baki brotnu og eru að reyna afla peninga. Þetta er dýr rekstur og við erum fótboltaklúbbur. Því miður fáum við ekki mikinn pening þar, það hefur samt sem áður verið stutt við bakið á okkur, en við getum ekki alltaf ætlast til að það sé að koma frá einhverjum örðum. Það hefur bara gengið illa [að afla fjármagns] og við erum ekki með einhverja milljónamæringa sem eru að koma og ausa í okkur peningum eins og sum félög. Ef það eru einhver fyrirtæki í Kópavogi sem vilja styrkja, þá væri það frábært, en ég er heldur ekkert að segja að við eigum að vera ausa peningum í einhverja útlendinga.“ „Við erum með flott yngri flokka starf og við ákváðum að reyna gefa því smá séns, vissum að þetta yrði erfiður vetur. Þess vegna er ánægjulegt að sjá Sölva gera flotta hluti. Það þurfa fleiri að stíga upp og í lengri tíma. Zoran er að koma flottur inn hjá okkur, er ekki ennþá kominn í 100 prósent form, en verður betri og betri með hverjum leiknum. Við komu hans kemst betra jafnvægi hjá okkur. Snorri er hægt og rólega að komast í gang, átti dapran leik í kvöld eftir frábæran leik síðast. Það er fullt af jákvæðum hlutum, við þurfum að byggja á þeim, þurfum að vera tilbúnir fyrir næsta leik og ætlum okkur sigur í næsta leik og komast á sigurbraut.“ Breiðablik er án sigurs eftir sjö umferðir. Er liðið með eitthvað annað markmið en að halda sér uppi? „Ég held að það sé nógu erfitt markmið úr þessu. Við sjáum að Höttur er búinn að vinna fullt af leikjum, það er þá kannski frekar að við þurfum að horfa á mitt gamla félag [Haukar]. Þeir eru að ströggla og ég er ekkert að sjá að það sé að fara breytast þar. Við getum horft á það að reyna vinna fleiri leiki en þeir. Við þurfum að byrja á því að vinna Hamar í næsta leik og koma okkur aðeins af stað,“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Breiðablik Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Breiðablik 120-104 | Öruggt hjá heimamönnum gegn botnliðinu Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. 17. nóvember 2023 20:56 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Breiðablik 120-104 | Öruggt hjá heimamönnum gegn botnliðinu Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. 17. nóvember 2023 20:56