Everton nýtti mál Gylfa í vörn sinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. nóvember 2023 22:30 Everton hefur notað mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hluta af málsvörn sinni. Peter Powell - Pool/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Everton listaði upp sex hluti sem hluta af vörn sinni áður en tíu stig voru dæmd af félaginu vegna brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri. Meðal þess sem talið er upp í málsvörn Everton er mál landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi á þeim tíma sem hann var leikmaður félagsins. Félagið tapaði alls um tuttugu milljónum punda umfram það sem leyfilegt er á þriggja ára tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Í málsvörn sinni segir Everton að einn af sex áhrifaþáttum þess að félagið hafi eytt umfram það sem leyfilegt er sé mál Gylfa. 'Everton believed it should be rewarded for not taking legal action against Player X'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball | #EvertonFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 17, 2023 „Leikmaður X - Ákvörðun sem tekin var vegna þess að félagið hafði áhyggjur af andlegri líðan leikmannsins eftir að hann var handtekinn,“ segir í málsvörn Everton, en umræddur leikmaður X er Gylfi Þór Sigurðsson. Everton segist þar hafa tapað leikmanni sem hefði verið hægt að selja fyrir um tíu milljónir punda án þess að hafa fengið skaðabætur fyrir. Félagið nefnir einnig kórónuveirufaraldurinn og stríðið í Úkraínu sem áhrifaþætti í málsvörn sinni, en rannsóknarnefndin sem tók ákvörðun um að stigin skyldu dregin af félaginu gaf lítið fyrir þessar útskýringar. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Sjá meira
Meðal þess sem talið er upp í málsvörn Everton er mál landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem var handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi á þeim tíma sem hann var leikmaður félagsins. Félagið tapaði alls um tuttugu milljónum punda umfram það sem leyfilegt er á þriggja ára tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Í málsvörn sinni segir Everton að einn af sex áhrifaþáttum þess að félagið hafi eytt umfram það sem leyfilegt er sé mál Gylfa. 'Everton believed it should be rewarded for not taking legal action against Player X'✍️ @SamWallaceTel#TelegraphFootball | #EvertonFC— Telegraph Football (@TeleFootball) November 17, 2023 „Leikmaður X - Ákvörðun sem tekin var vegna þess að félagið hafði áhyggjur af andlegri líðan leikmannsins eftir að hann var handtekinn,“ segir í málsvörn Everton, en umræddur leikmaður X er Gylfi Þór Sigurðsson. Everton segist þar hafa tapað leikmanni sem hefði verið hægt að selja fyrir um tíu milljónir punda án þess að hafa fengið skaðabætur fyrir. Félagið nefnir einnig kórónuveirufaraldurinn og stríðið í Úkraínu sem áhrifaþætti í málsvörn sinni, en rannsóknarnefndin sem tók ákvörðun um að stigin skyldu dregin af félaginu gaf lítið fyrir þessar útskýringar.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Sjá meira