Gosið í Eyjum 1973: Hittust á Hlemmi til að vita hvar þeir myndu æfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 12:01 Eyjamenn sumarið 1973 náðu þriðja sætinu í efstu deild þrátt fyir að missa heimavöllinn sinn eftir eldgos á Heimaey. Vísir/Skjamynd/Timarit.is Grindavíkurliðin spila bæði næsta heimaleik sinn í Subway-deildunum í körfubolta í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn en það verður ekki spilað í Grindavík á næstunni enda bærinn í miðju umbrotanna á Reykjanesinu. Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík. Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Konurnar fá Þór Akureyri í heimsókn í Smárann klukkan 14.00 og klukkan 17.00 taka karlarnir á móti Hamarsliðinu á sama stað. Báðir leikir verða sýndir beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og það verður einnig ókeypis inn á leikina. Samhliða fer síðan fram söfnun en framlög til Rauða krossins fara til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umbrotanna í kringum Grindavík. Það er ekki byrjað að gjósa í Grindavík en þetta minnir samt svolítið á þegar gaus í Vestmannaeyjum fyrir fimmtíu árum síðan. Síðan með umfjöllun um ÍBV liðið 1973 í bókinni 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi.100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Árið 1973 var ÍBV í efstu deild karla í fótbolta en það byrjaði að gjósa á Heimaey í janúar 1973. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði af þátttöku ÍBV á Íslandsmótinu um sumarið þar sem leikmenn þess fóru frá Eyjum og dreifðust um suðvesturhornið. Leikmenn fluttu á Stór-Reykjavíkursvæðið en einnig til Þorlákshafnar, Grindavíkur og Keflavíkur. Nokkrir leikmenn Eyjaliðsins urðu líka eftir í Vestmannaeyjum til að hjálpa við björgunarstörfin en allt var gert til að verja húsin fyrir skemmdum í gosinu. Ásgeir Sigurvinsson, leikmaður ÍBV þetta sumar, ræddi um þennan vetur og þetta tímabil í viðtali í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar; 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu, síðara bindi. Ákveðnir að gefast ekki upp „Við vorum ákveðnir að gefast ekki upp - ætluðum að halda merki ÍBV hátt á lofti og gefast ekki upp, hvað sem það kostaði,“ sagði Ásgeir við bókarhöfund. Eyjamenn voru þarna ekki með neinn fastan stað fyrir æfingar. Þeir voru því boðaðir á Hlemm í Reykjavík klukkan 19.00 á kvöldin, þá daga sem æfingarnar áttu að fara fram. „Það lá ekki fyrir hvar æfingar okkar voru hverju sinni og stundum náðist ekki að útvega æfingarstað fyrr en hálftíma fyrir æfingarnar,“ sagði Ásgeir. Eyjamenn æfðu á Melavellinum, á Framvelli, á KR-velli og á Vallagerðisvellinum í Kópavogi. Þá fengu þeir einnig að æfa hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum sem og í Njarðvík. Enduðu í Njarðvík Eyjamenn sömdu á endanum við Njarðvíkinga um að fá að spila heimaleiki sína á grasvellinum í Njarðvík. ÍBV reyndi að fá Laugardalsvöllinn fyrir stórleiki sína við ÍA og Keflavík en það gekk ekki eftir. Þeir fengu aftur á móti að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið með því að keppa á Reykjavíkurmótinu enda orðnir að hálfgerðu Reykjavíkurfélagi vegna aðstæðnanna. ÍBV endaði í þriðja sæti deildarinnar sumarið 1973 en liðið vann fimm af sjö heimaleikjum sínum í Njarðvík og tapaði aðeins einum. Tapið kom á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík.
Subway-deild karla UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira