„Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrir kallaður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 09:08 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist hafa vaxandi áhyggjur af áreitni og ofbeldi sem félagsfólk verður fyrir í störfum sínum. Vísir/Vilhelm Yfir helmingur félagsfólks VR hefur orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í störfum sínum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem formaður segir þyngri en tárum taki. Verst er staðan hjá konum á aldrinum 25-34 ára. 67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“ Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
67% kvenna í þessum aldurhóp hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi í starfi. Það sama gildir um 60% félagsfólks af erlendum uppruna Þetta kemur fram í aðsendri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR á Vísi. Hann segir þetta ekki ástand sem VR muni sætta sig við. Skelfilegar afleiðingar „Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að upplifa öryggi og virðingu í starfi, en við höfum vaxandi áhyggjur af því áreitni og ofbeldi sem viðgengst,“ segir Ragnar. „Afleiðingarnar af áreitni og ofbeldi eru skelfilegar og því miður berast til okkar mál þar sem fólk glímir við bæði andlega og líkamlega áverka vegna áreitni og ofbeldis sem það hefur orðið við störf sín.“ Ragnar nefnir eftirfarandi hegðun sem eigi ekkert erindi inn á vinnustaði: Að upplifa það að einhver öskri á þig og geri lítið úr þér. Að þér sé ógnað í starfi og þurfir að þola fordóma. Að verða fyrir kynferðislegum athugasemdum og áreitni. Að vera hótað lífláti eða verða fyrir líkamsárás á vinnustaðnum. Ragnar minnir á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla sem er mesti álagstíminn í verslunum.Vísir/Vilhelm Á vef VR kemur fram að algengasta birtingamynd áreitni í starfi meðal félagsmanna sé af sálrænum toga. Fjórði hver VR félagi hafi til að mynda fengið ósanngjarna gagnrýni á störf sín á síðastliðnum tólf mánuðum. „Ósanngjörn gagnrýni getur til dæmis falist í heiftarlegri framkomu viðskiptavina eða stjórnenda gagnvart starfsfólki í tengslum við mál sem starfsfólkið ber alls ekki ábyrgð á. Á sama tímabili hafa 18% VR félaga orðið fyrir særandi eða niðurlægjandi hegðun fyrir framan aðra. Eineltismál tilheyra þessum flokki, svo dæmi sé tekið.“ Verða fyrir ofbeldi eða áreitni oftar en fjórum sinnum á ári Ragnar ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði það sem væri einna mest sláandi við niðurstöðurnar það að gríðarlegur fjöldi félagsfólks yrði fyrir ofbeldi eða áreitni í starfi oftar en fjórum sinnum á ári. Þá minnir Ragnar á að kurteisi og góð framkoma kosti ekki neitt. Það sé sérlega mikilvægt að hafa í huga nú í aðdraganda jóla þegar stressið og streita aukist til muna. „Álag á verslunarfólk er aldrei meira en í kringum jólahátíðarnar og þá skiptir öllu máli að fólk hagi sér vel. Aldrei fara út í búð ef þú ert pirraður eða illa fyrirkallaður ef þú kemst hjá því.“
Stéttarfélög Verslun Bítið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira