Högg Rory McIlroy endaði í kjöltu konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 11:30 Rory McIlroy þarf að passa upp á það að setja á sig nóg af sólarvörn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Getty/Andrew Redington Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy átti skrautlegt högg á fyrsta hring á úrslitamóti evrópsku mótaraðarinnar, DP World Tour Championship. McIlroy endaði fyrsta daginn fjórum höggum á eftir efstu mönnum sem eru Julien Guerrier, Matthieu Pavon og Nicolai Hojgaard. Það var þó eitt af upphafshöggum hans sem stal fyrirsögnunum en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Högg McIlroy á þrettándu holu endaði nefnilega á mjög óvenjulegum stað eða í kjöltu eins áhorfenda. Konan, sem heitir Lois Miberon Obajul, var mætt til að fylgjast með keppninni með systur sinni sem er mikill aðdáandi McIlroy og ferðaðist alla leið frá Nígeríu til að sjá hann spila. Rory McIlroy's tee shot lands on spectator 's lap! #DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Yklsw5Nqhq— DP World Tour (@DPWorldTour) November 16, 2023 Systir hennar heitir Yemi og er mikil golfáhugamaður. Þær sátu saman og Yemi sá kúluna koma og snéri sér undan. Það þýddi að kúlan endaði í kjöltu systur hennar. Yemi sagði henni að hreyfa sig ekki fyrr en Rory kom og sá hvar kúlan lá. McIlroy hafði gaman af öllu saman og þóttist ætla að slá kúluna þar sem hún lá eða í kjöltu Obajul. Hann beið síðan eftir úrskurði dómarans. „Við vorum búnar að bíða eftir að sjá hann og svo lenti höggið hans bara á henni. Ég sagði bara: Vá,“ sagði Yemi. „Það er ekki hægt að komast mikið nær honum. Hann er einn af mínum uppáhaldskylfingum og ástæðan fyrir að við erum hér. Við vorum hér bara vegna hans,“ sagði Yemi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy endaði fyrsta daginn fjórum höggum á eftir efstu mönnum sem eru Julien Guerrier, Matthieu Pavon og Nicolai Hojgaard. Það var þó eitt af upphafshöggum hans sem stal fyrirsögnunum en mótið fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Högg McIlroy á þrettándu holu endaði nefnilega á mjög óvenjulegum stað eða í kjöltu eins áhorfenda. Konan, sem heitir Lois Miberon Obajul, var mætt til að fylgjast með keppninni með systur sinni sem er mikill aðdáandi McIlroy og ferðaðist alla leið frá Nígeríu til að sjá hann spila. Rory McIlroy's tee shot lands on spectator 's lap! #DPWTC | #RolexSeries pic.twitter.com/Yklsw5Nqhq— DP World Tour (@DPWorldTour) November 16, 2023 Systir hennar heitir Yemi og er mikil golfáhugamaður. Þær sátu saman og Yemi sá kúluna koma og snéri sér undan. Það þýddi að kúlan endaði í kjöltu systur hennar. Yemi sagði henni að hreyfa sig ekki fyrr en Rory kom og sá hvar kúlan lá. McIlroy hafði gaman af öllu saman og þóttist ætla að slá kúluna þar sem hún lá eða í kjöltu Obajul. Hann beið síðan eftir úrskurði dómarans. „Við vorum búnar að bíða eftir að sjá hann og svo lenti höggið hans bara á henni. Ég sagði bara: Vá,“ sagði Yemi. „Það er ekki hægt að komast mikið nær honum. Hann er einn af mínum uppáhaldskylfingum og ástæðan fyrir að við erum hér. Við vorum hér bara vegna hans,“ sagði Yemi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira