„Uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2023 22:01 Slóvakar fóru illa með íslenska liðið í Bratislava í kvöld. Getty/Christian Hofer Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti. Ísland komst yfir í leiknum en það dugði skammt og var staðan orðin 4-1 fljótlega í seinni hálfleik, rétt áður en Aron kom inn á. „Þetta hefur verið svolítið uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli. Við byrjum vel, eigum kafla, en erum ekki nógu stöðugir, eins og ég hef margoft sagt og allir. Við þurfum að ná upp stöðguleika. Þessi riðill var dauðafæri fyrir okkur og við ætluðum okkur meira. En við vorum bara ekki betri en þetta,“ sagði Aron. „Við erum alltaf að tala um að við séum að bæta þetta og hitt en nú þurfum við að gera það í verki. En auðvitað er auðvelt að koma eftir leik og hiti í manni… það er enn möguleiki og þá berjumst við til síðasta blóðdropa. Við þurfum að ná því upp,“ sagði Aron en Ísland getur komist á EM í gegnum umspil í lok mars. „Við náðum upp góðum köflum í þessum leik og þurfum að byggja ofan á það. Það er leikur eftir nokkra daga og þá koma væntanlega ferskir fætur inn sem vilja sanna sig og sýna. Það er bara áfram gakk,“ sagði Aron. En hvað gera Aron og aðrir reynsluboltar í liðinu eftir slæmt tap eins og í kvöld? „Berja hvern annan áfram. Við höfum allir verið í þessari stöðu áður og kunnum alveg að bregðast við þessu. En það þarf að sýna það í verki. Það þýðir ekki að tala endalaust um það. Við þurfum að gera það saman sem lið. Standa upp og taka ábyrgð. Það þurfum við að gera. Klippa: Aron Einar eftir Slóvakíuleikinn Það býr mikið meira í þessu liði en við þurfum að finna okkar stöðugleika. Við erum ekki að gera það. Góðir kaflar er ekki nóg í landsliðsfótbolta. Þú þarft að halda áfram af ákefð allan leikinn,“ sagði Aron. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. 16. nóvember 2023 21:56 Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40 Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50 Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17 Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Ísland komst yfir í leiknum en það dugði skammt og var staðan orðin 4-1 fljótlega í seinni hálfleik, rétt áður en Aron kom inn á. „Þetta hefur verið svolítið uppskriftin í okkar leikjum í þessum riðli. Við byrjum vel, eigum kafla, en erum ekki nógu stöðugir, eins og ég hef margoft sagt og allir. Við þurfum að ná upp stöðguleika. Þessi riðill var dauðafæri fyrir okkur og við ætluðum okkur meira. En við vorum bara ekki betri en þetta,“ sagði Aron. „Við erum alltaf að tala um að við séum að bæta þetta og hitt en nú þurfum við að gera það í verki. En auðvitað er auðvelt að koma eftir leik og hiti í manni… það er enn möguleiki og þá berjumst við til síðasta blóðdropa. Við þurfum að ná því upp,“ sagði Aron en Ísland getur komist á EM í gegnum umspil í lok mars. „Við náðum upp góðum köflum í þessum leik og þurfum að byggja ofan á það. Það er leikur eftir nokkra daga og þá koma væntanlega ferskir fætur inn sem vilja sanna sig og sýna. Það er bara áfram gakk,“ sagði Aron. En hvað gera Aron og aðrir reynsluboltar í liðinu eftir slæmt tap eins og í kvöld? „Berja hvern annan áfram. Við höfum allir verið í þessari stöðu áður og kunnum alveg að bregðast við þessu. En það þarf að sýna það í verki. Það þýðir ekki að tala endalaust um það. Við þurfum að gera það saman sem lið. Standa upp og taka ábyrgð. Það þurfum við að gera. Klippa: Aron Einar eftir Slóvakíuleikinn Það býr mikið meira í þessu liði en við þurfum að finna okkar stöðugleika. Við erum ekki að gera það. Góðir kaflar er ekki nóg í landsliðsfótbolta. Þú þarft að halda áfram af ákefð allan leikinn,“ sagði Aron.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Tengdar fréttir Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. 16. nóvember 2023 21:56 Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40 Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50 Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17 Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjör: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Fleiri fréttir Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Einkunnir Íslands gegn Slóvakíu: Orri Steinn skástur í slöppum leik Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024. 16. nóvember 2023 21:56
Twitter um tapið í Slóvakíu: Átakanlegt og ömurlegt! Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter. 16. nóvember 2023 21:40
Fyrirliðinn Jóhann Berg eftir leik: „Þurfum að vinna í okkar leik á öllum sviðum“ „Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins. 16. nóvember 2023 21:50
Orri Steinn: Við verðum bara einfaldlega að gera betur en þetta í næsta leik „Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum. 16. nóvember 2023 22:17
Åge Hareide: Svartur fimmtudagur fyrir Ísland Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári. 16. nóvember 2023 22:37
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn