Að venju er nóg um að vera í dag á rásum Stöðvar 2 Sport.
Stöð 2 Sport
- Klukkan 19.00 er Skiptiborðið á dagskrá. Þar verður skipt á milli leikja í Subway-deild karla í körfubolta.
- Klukkan 21.20 eru Tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta í leikjum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 4
- Klukkan 13.00 er komið að golfmótinu Mallorca Ladies Golf Open, það er hluti af LET-mótaröðinni.
- Klukkan 19.00 er CME Group Tour Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
- Klukkan 19.05 mætast Keflavík og Álftanes í Subway-deild karla.
Vodafone Sport
- Við hefjum leik einkar snemma í dag en fyrsta æfing dagsins í Formúlu 1 kappakstrinum hefst klukkan 04.25.
- Klukkan 07.55 er önnur æfing dagsins á dagskrá.
- Klukkan 14.50 er stórleikur Kasakstan og San Marínó í undankeppni EM 2024 á dagskrá.
- Klukkan 16.50 er leikur Finnlands og Norður-Írlands í undankeppninni á dagskrá.
- Klukkan 19.35 er leikur Póllands og Tékklands á dagskrá.
- Klukkan 21.45 er Grand Slam of Darts, dagur sjö, á dagskrá.