ÖBÍ stóð fyrir gjörningi með „blankaráni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 15:54 Öryrkjabandalagið lýsti upp höfuðstöðvar bankanna þriggja með nýju merki til að vekja athygli á kjörum öryrkja. ÖBÍ Öryrkjabandalag Íslands stóð í gær fyrir gjörningi fyrir utan höfuðstöðvar viðskiptabankanna þriggja. Bandalagið hefur undanfarið staðið fyrir gjörningnum undir nafninu Blanka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir að útsendarar Blanka hafi í gærkvöldi varpað merki félagsins á höfuðstöðvar bankanna í þeim tilgangi að breiða út boðskap Blanka um alla borg og land allt. „Þessi gjörningur stafar reyndar ekki af samkeppni Blanka við banka hér á landi. Blanki er nefnilega ekki raunverulegur heldur herferð á vegum ÖBÍ réttindasamtaka til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á vondum kjörum fatlaðs fólks, skorti á húsnæðisöryggi og skertu aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu.“ Segir ÖBÍ að það sé staðreynd að örorkulífeyrir á Íslandi sé of lágur. Staðreynd sé að stór hópur öryrkja neyðist til að borga 51 til 75 prósent útborgaðra tekna í húsnæðikostnað og að nærri helmingur þeirra þurfi að neita sér um læknisþjónustu af fjárhagsástæðum. ÖBÍ fékk meðal annars Tik-Tok stjörnur til liðs við sig. @olafurjohann123 jæja framdi risa blankarán , hvað get ég gert næst ? Hækkað um 12.4%? original sound - oli Tekjuvandi fatlaðs fólks fari vaxandi Þá segir ÖBÍ að tekjuvandi fatlaðs fólks sé mikill og fari vaxandi. Undanfarnar lífeyrishækkanir haldi ekki í við verðbólgu og matarkarfan hafi hækkað um meira en 12 prósent síðasta árið. „Félagar í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 40.200 talsins og sennilega eiga landsmenn allir einhvern að sem tilheyrir þessum hópi. Fatlað fólk er alls konar og á í viðskiptum við alls konar banka. Hvar annars staðar er betra að benda á hve margir eiga lítið en þar sem almenningur geymir það (litla) sem hann á, í bönkunum?“ spyr ÖBÍ í tilkynningunni. „Við vonum að samfélagið allt geti tekið undir þennan málstað, að stjórnvöld bregðist við af krafti og við eigum von á að bankarnir taki þessari litlu ljósasýningu vel og styðji málstaðinn ÖBÍ réttindasamtök krefjast þess að stjórnvöld hækki örorkulífeyri um 12,4 prósent án tafar.“ Félagsmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar segir að útsendarar Blanka hafi í gærkvöldi varpað merki félagsins á höfuðstöðvar bankanna í þeim tilgangi að breiða út boðskap Blanka um alla borg og land allt. „Þessi gjörningur stafar reyndar ekki af samkeppni Blanka við banka hér á landi. Blanki er nefnilega ekki raunverulegur heldur herferð á vegum ÖBÍ réttindasamtaka til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á vondum kjörum fatlaðs fólks, skorti á húsnæðisöryggi og skertu aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu.“ Segir ÖBÍ að það sé staðreynd að örorkulífeyrir á Íslandi sé of lágur. Staðreynd sé að stór hópur öryrkja neyðist til að borga 51 til 75 prósent útborgaðra tekna í húsnæðikostnað og að nærri helmingur þeirra þurfi að neita sér um læknisþjónustu af fjárhagsástæðum. ÖBÍ fékk meðal annars Tik-Tok stjörnur til liðs við sig. @olafurjohann123 jæja framdi risa blankarán , hvað get ég gert næst ? Hækkað um 12.4%? original sound - oli Tekjuvandi fatlaðs fólks fari vaxandi Þá segir ÖBÍ að tekjuvandi fatlaðs fólks sé mikill og fari vaxandi. Undanfarnar lífeyrishækkanir haldi ekki í við verðbólgu og matarkarfan hafi hækkað um meira en 12 prósent síðasta árið. „Félagar í aðildarfélögum ÖBÍ eru um 40.200 talsins og sennilega eiga landsmenn allir einhvern að sem tilheyrir þessum hópi. Fatlað fólk er alls konar og á í viðskiptum við alls konar banka. Hvar annars staðar er betra að benda á hve margir eiga lítið en þar sem almenningur geymir það (litla) sem hann á, í bönkunum?“ spyr ÖBÍ í tilkynningunni. „Við vonum að samfélagið allt geti tekið undir þennan málstað, að stjórnvöld bregðist við af krafti og við eigum von á að bankarnir taki þessari litlu ljósasýningu vel og styðji málstaðinn ÖBÍ réttindasamtök krefjast þess að stjórnvöld hækki örorkulífeyri um 12,4 prósent án tafar.“
Félagsmál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira