Fótbolti

Kristian Nökkvi í byrjunar­liðinu í sínum fyrsta A-landsleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með liði Ajax í hollensku deildinni á tímabilinu.
Kristian Nökkvi Hlynsson í leik með liði Ajax í hollensku deildinni á tímabilinu. Getty/Jeroen van den Berg

Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Íslands á móti Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld en hann er eini nýliðinn í íslenska hópnum.

Kristian Nökkvi hefur unnið sig inn í aðallið Ajax á þessu tímabili og fær nú risastórt tækifæri með íslenska landsliðinu. Åge Hareide hefur trú á honum og hendir honum beint í djúpu laugina í fyrsta leik.

Íslenska liðið er án Gylfa Þórs Sigurðssonar og Hákons Arnars Haraldssonar sem eru báðir meiddir. Gylfi dró sig út í hópnum og Hákon hefur ekkert getað æft með liðinu.

Annars eru fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í 4-0 sigrinum á Liechtenstein.

Gylfi, Hákon, Jón Dagur Þorsteinsson og Alfreð Finnbogason detta út úr liðinu en í stað þeirra koma inn Kristian Nökkvi, Jóhann Berg Guðmundsson (fyrirliði), Arnór Sigurðsson og Orri Steinn Óskarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×