Innlent

Ætla að tryggja Grind­víkingum laun næstu mánuði

Lovísa Arnardóttir skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm

Félagsmála- og fjármálaráðherra vinna nú að frumvarpi sem á að leggja fyrir ríkisstjórn á morgun sem á að tryggja að Grindvíkingar fái laun næstu mánuði. Horft er til úrræða í kórónuveirufaraldri við gerð frumvarpsins. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, leggur á morgun fyrir ríkisstjórn nýtt frumvarp sem hann vinnur nú í samvinnu við fjármálaráðherra sem á að tryggja afkomu Grindvíkinga.

„Ég fer á morgun fyrir ríkisstjórn með frumvarp um tímabundinn stuðning um að greiða laun fyrstu mánuðina á meðan hlutirnir skýrast,“ segir Guðmundur Ingi.

„Fyrirmyndin eru lög um tímabundnar greiðslur launa einstaklinga sem þurftu að sæta sóttkví á meðan heimsfaraldri Covid stóð,“ segir hann og að hann eigi von á góðum viðbrögðum í ríkisstjórn. 

Málið hafi verið kynnt fyrir ríkisstjórn á þriðjudag en hann fundað einnig með innviðaráðherra, fjármálaráðherra og forsætisráðherra í gær.

„Ég vonast til þess að við getum afgreitt þetta úr ríkisstjórn á morgun. Það er gríðarlega mikilvægt að við getum skýrt þetta sem snýr að afkomunni þannig að ríkið geti létt undir með fyrirtækjunum að greiða laun og ráðningarsamband atvinnurekenda og launafólks sé þannig verndað,“ segir Guðmundur Ingi.


Tengdar fréttir

Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga

Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga.

„Þetta mun örugg­lega marka djúp spor í sálar­lífinu“

Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×