Segir að vandræðalega lélegir dómarar hafi rænt Chelsea sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2023 12:30 Það sauð á Emmu Hayes eftir leik Real Madrid og Chelsea í Meistaradeild Evrópu. getty/Angel Martinez Þjálfari kvennaliðs Chelsea í fótbolta, Emma Hayes, var vægast sagt ósátt við frammistöðu dómaranna í 2-2 jafntefli við Real Madrid á Spáni í Meistaradeild Evrópu í gær. Tvær stórar ákvarðanir féllu Chelsea í óhag undir lok leiksins. Ekki er notast við VAR í Meistaradeild kvenna. „Ég man ekki hvenær tvær svona risastórar ákvarðanir féllu gegn okkur,“ sagði Hayes eftir leikinn. Madrídingar fengu vítaspyrnu á 77. mínútu þrátt fyrir að Jessie Fleming hafi brotið á Atheneu del Castillo fyrir utan teig. Olga Carmora jafnaði í 2-2 úr vítinu. „Frá bekknum sá ég að tæklingin var fyrir utan teig. Ég er í áfalli yfir að dómararnir hafi ekki séð það. Auðvitað ætti Jessie ekki að tækla á þessu svæði en þetta var klárlega fyrir utan teig. Það er erfitt þegar svona stórar ákvarðanir falla gegn þér þegar þú ert með stjórn á leiknum á þessu getustigi,“ sagði Hayes. Chelsea freistaði þess að skora sigurmark undir lokin og Niamh Charles hélt hún hefði gert það í uppbótartíma þegar hún stýrði fyrirgjöf Millie Bright í netið. Markið var hins vegar ranglega dæmt af vegna rangstöðu. „Við skoruðum fullkomlega löglegt mark. Þetta er vandræðalegt. Við vorum rænd því sem hefði átt að vera 3-1 sigur,“ sagði Hayes ósátt. Í fyrradag var greint frá því að Hayes tæki við bandaríska landsliðinu eftir tímabilið. Hún hefur stýrt Chelsea frá 2012 með frábærum árangri. Auk Chelsea og Real Madrid eru Häcken og Paris FC í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Chelsea er gegn Paris FC á heimavelli 23. nóvember. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Tvær stórar ákvarðanir féllu Chelsea í óhag undir lok leiksins. Ekki er notast við VAR í Meistaradeild kvenna. „Ég man ekki hvenær tvær svona risastórar ákvarðanir féllu gegn okkur,“ sagði Hayes eftir leikinn. Madrídingar fengu vítaspyrnu á 77. mínútu þrátt fyrir að Jessie Fleming hafi brotið á Atheneu del Castillo fyrir utan teig. Olga Carmora jafnaði í 2-2 úr vítinu. „Frá bekknum sá ég að tæklingin var fyrir utan teig. Ég er í áfalli yfir að dómararnir hafi ekki séð það. Auðvitað ætti Jessie ekki að tækla á þessu svæði en þetta var klárlega fyrir utan teig. Það er erfitt þegar svona stórar ákvarðanir falla gegn þér þegar þú ert með stjórn á leiknum á þessu getustigi,“ sagði Hayes. Chelsea freistaði þess að skora sigurmark undir lokin og Niamh Charles hélt hún hefði gert það í uppbótartíma þegar hún stýrði fyrirgjöf Millie Bright í netið. Markið var hins vegar ranglega dæmt af vegna rangstöðu. „Við skoruðum fullkomlega löglegt mark. Þetta er vandræðalegt. Við vorum rænd því sem hefði átt að vera 3-1 sigur,“ sagði Hayes ósátt. Í fyrradag var greint frá því að Hayes tæki við bandaríska landsliðinu eftir tímabilið. Hún hefur stýrt Chelsea frá 2012 með frábærum árangri. Auk Chelsea og Real Madrid eru Häcken og Paris FC í D-riðli Meistaradeildarinnar. Næsti leikur Chelsea er gegn Paris FC á heimavelli 23. nóvember.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Maddison tryggði langþráðan heimasigur Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira