Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 22:13 Tilkynnt var í september um að Hillary Clinton yrði heiðursgestur á hátíðinni. EPA Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19