Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2023 10:31 Dómur í málinu var kveðinn upp fyrir stundu. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. Niðurstaðan er verulegt högg fyrir ríkisstjórn Rishi Sunak, sem hefur farið nokkuð hart fram í málefnum hælisleitenda og meðal annars heitið því að „stöðva bátana“. Er þar vísað til ferða hælisleitenda til Bretlands um Ermasund. Fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja fólk til Rúanda áttu að fæla fólk frá því að leita yfir Ermasundið yfir höfuð en þær hafa verið gagnrýndar af hjáparsamtökum, sem segja þær ekki munu hafa tilætluð áhrif. Sunak hefur einnig sætt gagnrýni eigin samflokksmanna en Suella Braverman, sem Sunak vék úr embætti innanríkisráðherra á mánudag, birti í gær harðort bréf þar sem hún sagði forsætisráðherrann hafa svikið samkomulag um að gera lagabreytingar til að tryggja að áætlanir stjórnvalda stæðust lög. Sunak hefði ekkert „plan B“ og ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann hefur nú komist að væru stjórnvöld búin að eyða ári í ekki neitt og komin aftur á upphafsreit í málefnum hælisleitenda. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins mun funda í dag og ræða niðurstöðuna en fastlega er gert ráð fyrir að þeir muni í kjölfarið krefjast þess að Bretar segi sig frá Mannréttindadómstól Evrópu til að geta ráðið því hvernig þeir haga málaflokknum. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Rúanda Tengdar fréttir Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Niðurstaðan er verulegt högg fyrir ríkisstjórn Rishi Sunak, sem hefur farið nokkuð hart fram í málefnum hælisleitenda og meðal annars heitið því að „stöðva bátana“. Er þar vísað til ferða hælisleitenda til Bretlands um Ermasund. Fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja fólk til Rúanda áttu að fæla fólk frá því að leita yfir Ermasundið yfir höfuð en þær hafa verið gagnrýndar af hjáparsamtökum, sem segja þær ekki munu hafa tilætluð áhrif. Sunak hefur einnig sætt gagnrýni eigin samflokksmanna en Suella Braverman, sem Sunak vék úr embætti innanríkisráðherra á mánudag, birti í gær harðort bréf þar sem hún sagði forsætisráðherrann hafa svikið samkomulag um að gera lagabreytingar til að tryggja að áætlanir stjórnvalda stæðust lög. Sunak hefði ekkert „plan B“ og ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann hefur nú komist að væru stjórnvöld búin að eyða ári í ekki neitt og komin aftur á upphafsreit í málefnum hælisleitenda. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins mun funda í dag og ræða niðurstöðuna en fastlega er gert ráð fyrir að þeir muni í kjölfarið krefjast þess að Bretar segi sig frá Mannréttindadómstól Evrópu til að geta ráðið því hvernig þeir haga málaflokknum.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Rúanda Tengdar fréttir Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Sunak lætur innanríkisráðherrann fjúka Breskir fjölmiðlar greindu frá því nú fyrir stundu að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefði ákveðið að láta innanríkisráðherrann Suellu Braverman víkja. 13. nóvember 2023 09:02
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23