„TEAM-Iceland er ekki íslenska heldur enska“ Árni Sæberg skrifar 15. nóvember 2023 09:32 Eiríkur er ekki ánægður með framtak ráðuneytis Ásmundar Einars. Vísir Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslensku, segir ótrúlegt og óskiljanlegt að mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum skuli gefa verkefni, sem það stendur fyrir, enskt heiti. Þar vísar hann til verkefnisins „TEAM-Iceland“. „Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku. Á fleiri stöðum í tilkynningunni er svo talað um „TEAM-Iceland verkefnið“. Það ætti ekki að þurfa að benda á að „TEAM-Iceland“ er ekki íslenska heldur enska,“ svo hefst aðsend grein Eiríks, sem ber titilinn „Heggur sá er hlífa skyldi“. Hann segir ótrúlegt og óskiljanlegt að mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum skuli gefa verkefni, sem það stendur fyrir, enskt heiti. Verkefni sem sé ekki síst ætlað að höfða til barna og unglinga á „öllum stigum skólakerfisins“. Ýti undir þá hugsun að íslenskan sé hallærisleg Eiríkur bendir á að fyrir réttu ári hafi verið tilkynnt um stofnun ráðherranefndar um íslenska tungu, sem mennta- og barnamálaráðherra situr í ásamt fjórum öðrum ráðherrum. Í fréttatilkynningu sem gefin var út af því tilefni hafi verið vísað í stjórnarsáttmála þar sem er „lögð sérstök áhersla á að börn og unglingar nýti tungumálið“. „Heiti eins og „TEAM-Iceland“ vinnur einmitt gegn því með því að ýta undir þá hugsun sem virðist útbreidd að meira mark sé takandi á því sem hefur enskt heiti – að íslenskan sé of hallærisleg og heimóttarleg til að nota hana í heiti á eitthvað sem á að skipta máli.“ Einstök ensk heiti, skilti og auglýsingar verði vitanlega ekki til þess að drepa íslenskuna. En þau hafi táknrænt gildi og séu vísbending um afstöðuna til tungumálsins. Rétt væri að hefja vitundarvakningu innan Stjórnarráðsins Eiríkur segir það svolítið neyðarlegt að á sama tíma og mennta- og barnamálaráðuneytið fer af stað með verkefni „TEAM-Iceland“ sendi annað ráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneytið, frá sér tilkynningu um vitundarvakningu: Að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja athygli á þeim breytingum sem eru að verða og hafa orðið á íslenskunni vegna enskra áhrifa og hvernig þær breytingar birtast í okkur vítt og breitt í samfélaginu og ekki hvað síst á samfélagsmiðlum, í einkaskilaboðum og jafnvel í opinberri umræðu. Vakin verður athygli á dæmum sem „endurspegla veruleika íslenskunnar eins og hann blasir við okkur. „Kannski væri ráð að hefja vitundarvakninguna innan Stjórnarráðsins og byrja á „TEAM-Iceland“,“ segir Eiríkur. Andvaraleysið helsta ógnin við íslenskuna Eiríkur segir það ekki rétt sem oft er haldið fram, að enskan sé helsta ógnin sem steðjar að íslenskunni um þessar mundir. „Enskan fer ekki lengra en við leyfum henni að fara. Mesta ógnin er miklu fremur andvaraleysi okkar sjálfra – óþörf enskunotkun í hugsunarleysi, metnaðarleysi fyrir hönd íslenskunnar, og skilningsleysi á því að það skipti máli að halda henni á lofti, alltaf og alls staðar.“ Þetta endurspeglist allt í heitinu „TEAM-Iceland.“ Eftir höfðinu dansi limirnir og hafi stjórnvöld ekki meiri metnað fyrir hönd íslenskunnar en þetta heiti bendir til sé baráttan vonlítil. „Í tilefni af viku íslenskrar tungu vonast ég til að ráðuneytið finni þessu verkefni íslenskt heiti hið snarasta. Í stíl við átakið Áfram íslenska gæti það t.d. heitið Áfram Ísland.“ Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
„Hinn 8. nóvember birtist á vef Stjórnarráðsins tilkynning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu undir fyrirsögninni „Vinnum gullið – TEAM-Iceland til árangurs“. Í tilkynningunni segir: „TEAM-Iceland er framtíðarsýn starfshóps mennta- og barnamálaráðherra um íþrótta- og afreksmiðstöð.“ Framtíðarsýn ráðuneytisins er sem sé á ensku. Á fleiri stöðum í tilkynningunni er svo talað um „TEAM-Iceland verkefnið“. Það ætti ekki að þurfa að benda á að „TEAM-Iceland“ er ekki íslenska heldur enska,“ svo hefst aðsend grein Eiríks, sem ber titilinn „Heggur sá er hlífa skyldi“. Hann segir ótrúlegt og óskiljanlegt að mennta- og barnamálaráðuneytið af öllum skuli gefa verkefni, sem það stendur fyrir, enskt heiti. Verkefni sem sé ekki síst ætlað að höfða til barna og unglinga á „öllum stigum skólakerfisins“. Ýti undir þá hugsun að íslenskan sé hallærisleg Eiríkur bendir á að fyrir réttu ári hafi verið tilkynnt um stofnun ráðherranefndar um íslenska tungu, sem mennta- og barnamálaráðherra situr í ásamt fjórum öðrum ráðherrum. Í fréttatilkynningu sem gefin var út af því tilefni hafi verið vísað í stjórnarsáttmála þar sem er „lögð sérstök áhersla á að börn og unglingar nýti tungumálið“. „Heiti eins og „TEAM-Iceland“ vinnur einmitt gegn því með því að ýta undir þá hugsun sem virðist útbreidd að meira mark sé takandi á því sem hefur enskt heiti – að íslenskan sé of hallærisleg og heimóttarleg til að nota hana í heiti á eitthvað sem á að skipta máli.“ Einstök ensk heiti, skilti og auglýsingar verði vitanlega ekki til þess að drepa íslenskuna. En þau hafi táknrænt gildi og séu vísbending um afstöðuna til tungumálsins. Rétt væri að hefja vitundarvakningu innan Stjórnarráðsins Eiríkur segir það svolítið neyðarlegt að á sama tíma og mennta- og barnamálaráðuneytið fer af stað með verkefni „TEAM-Iceland“ sendi annað ráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneytið, frá sér tilkynningu um vitundarvakningu: Að þessu sinni er vika íslenskunnar einnig nýtt til þess að vekja athygli á þeim breytingum sem eru að verða og hafa orðið á íslenskunni vegna enskra áhrifa og hvernig þær breytingar birtast í okkur vítt og breitt í samfélaginu og ekki hvað síst á samfélagsmiðlum, í einkaskilaboðum og jafnvel í opinberri umræðu. Vakin verður athygli á dæmum sem „endurspegla veruleika íslenskunnar eins og hann blasir við okkur. „Kannski væri ráð að hefja vitundarvakninguna innan Stjórnarráðsins og byrja á „TEAM-Iceland“,“ segir Eiríkur. Andvaraleysið helsta ógnin við íslenskuna Eiríkur segir það ekki rétt sem oft er haldið fram, að enskan sé helsta ógnin sem steðjar að íslenskunni um þessar mundir. „Enskan fer ekki lengra en við leyfum henni að fara. Mesta ógnin er miklu fremur andvaraleysi okkar sjálfra – óþörf enskunotkun í hugsunarleysi, metnaðarleysi fyrir hönd íslenskunnar, og skilningsleysi á því að það skipti máli að halda henni á lofti, alltaf og alls staðar.“ Þetta endurspeglist allt í heitinu „TEAM-Iceland.“ Eftir höfðinu dansi limirnir og hafi stjórnvöld ekki meiri metnað fyrir hönd íslenskunnar en þetta heiti bendir til sé baráttan vonlítil. „Í tilefni af viku íslenskrar tungu vonast ég til að ráðuneytið finni þessu verkefni íslenskt heiti hið snarasta. Í stíl við átakið Áfram íslenska gæti það t.d. heitið Áfram Ísland.“
Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira