Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 12:26 Íslensku viðskiptabankarnir þrír sýna Grindvíkingum samhug. Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. Á vef Landsbankans sagði í tilkynningu í gær að margir viðskiptavinir bankans séu með íbúðarlán. Það sé einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum en hafa þurfi samband við bankann og óska eftir því. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin séu sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Bankinn sé með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis um aðgerðir viðskiptabankanna þriggja segir að óvissan sé auðvitað gríðarleg og erfitt að setja sig í spor Grindvíkinga. Fyrstu skrefin í viðbrögðum séu að bjóða viðskiptavinum í Grindavík sem eru með íbúðalán að frysta lánin í allt að sex mánuði. Starfsmenn munu allir halda áfram störfum í lokun Landsbankinn er eini bankinn sem heldur úti útibúi í Grindavík. Það er eðli málsins samkvæmt lokað eins og önnur fyrirtæki í bænum. Í svari bankans segir að starfsfólk bankans í Grindavík hafi, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og muni allt halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu. Hugur allra hjá Grindvíkingum Í svari Arion banka segir að hugur allra í bankanum sé hjá íbúum Grindavíkur. Það sé erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíla á íbúum Grindavíkur. Við höfum því boðið viðskiptavinum okkar úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni.“ Þá hafi Vörður, dótturfélag Arion, haft samband við sína viðskiptavini í Grindavík og tilkynnt þeim að félagið mun fella niður iðgjöld af tryggingum þeirra í desember. Byrja á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól Í svari Íslandsbanka við fyrirspurninni segir að bankinn fylgist vel með stöðu mála og hafi metið áhættu út frá ólíkum sviðsmyndum. Bankinn hafi haft samband við viðskiptavini og muni aðstoða viðskiptavini í þessum erfiðu aðstæðum, einstaklinga og fyrirtæki. Grindvíkingar fái forgangsþjónustu til að hafa samband og fá ráðleggingar og upplýsingar um úrræði. Bankinn muni veita þann sveigjanleika sem þarf og frysta lán einstaklinga sem þess óska. Í fyrsta fasa aðgerða bankans megi gera ráð fyrir því að lögð verði áhersla á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól, það er frysta greiðslur af lánum á meðan óvissan varir og þar til mál skýrast frekar. Íslendingar búi sem betur fer vel að samtryggingakerfi Íbúar Grindavíkur hafa sumir haft orð á því að skrýtið sé að greiða af lánum húsa sinna sem eru eftir atvikum ónýt. Í svari Íslandsbanka við spurningu þess efnis segir að bankinn sýni öllum þeim sem búa við óvissu um afdrif eigna sinna og afkomu mikinn samhug og muni gera sitt til þess að auðvelda viðskiptavinum að takast á við þá stöðu. „Íslendingar búa sem betur fer vel að samtryggingarkerfi sem er sérsniðið að því að takast á við atburði af þessum toga og mikilvægt að leyfa því kerfi að taka á málum eins og því er ætlað.“ Íslenskir bankar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Á vef Landsbankans sagði í tilkynningu í gær að margir viðskiptavinir bankans séu með íbúðarlán. Það sé einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum en hafa þurfi samband við bankann og óska eftir því. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin séu sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Bankinn sé með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis um aðgerðir viðskiptabankanna þriggja segir að óvissan sé auðvitað gríðarleg og erfitt að setja sig í spor Grindvíkinga. Fyrstu skrefin í viðbrögðum séu að bjóða viðskiptavinum í Grindavík sem eru með íbúðalán að frysta lánin í allt að sex mánuði. Starfsmenn munu allir halda áfram störfum í lokun Landsbankinn er eini bankinn sem heldur úti útibúi í Grindavík. Það er eðli málsins samkvæmt lokað eins og önnur fyrirtæki í bænum. Í svari bankans segir að starfsfólk bankans í Grindavík hafi, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og muni allt halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu. Hugur allra hjá Grindvíkingum Í svari Arion banka segir að hugur allra í bankanum sé hjá íbúum Grindavíkur. Það sé erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíla á íbúum Grindavíkur. Við höfum því boðið viðskiptavinum okkar úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni.“ Þá hafi Vörður, dótturfélag Arion, haft samband við sína viðskiptavini í Grindavík og tilkynnt þeim að félagið mun fella niður iðgjöld af tryggingum þeirra í desember. Byrja á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól Í svari Íslandsbanka við fyrirspurninni segir að bankinn fylgist vel með stöðu mála og hafi metið áhættu út frá ólíkum sviðsmyndum. Bankinn hafi haft samband við viðskiptavini og muni aðstoða viðskiptavini í þessum erfiðu aðstæðum, einstaklinga og fyrirtæki. Grindvíkingar fái forgangsþjónustu til að hafa samband og fá ráðleggingar og upplýsingar um úrræði. Bankinn muni veita þann sveigjanleika sem þarf og frysta lán einstaklinga sem þess óska. Í fyrsta fasa aðgerða bankans megi gera ráð fyrir því að lögð verði áhersla á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól, það er frysta greiðslur af lánum á meðan óvissan varir og þar til mál skýrast frekar. Íslendingar búi sem betur fer vel að samtryggingakerfi Íbúar Grindavíkur hafa sumir haft orð á því að skrýtið sé að greiða af lánum húsa sinna sem eru eftir atvikum ónýt. Í svari Íslandsbanka við spurningu þess efnis segir að bankinn sýni öllum þeim sem búa við óvissu um afdrif eigna sinna og afkomu mikinn samhug og muni gera sitt til þess að auðvelda viðskiptavinum að takast á við þá stöðu. „Íslendingar búa sem betur fer vel að samtryggingarkerfi sem er sérsniðið að því að takast á við atburði af þessum toga og mikilvægt að leyfa því kerfi að taka á málum eins og því er ætlað.“
Íslenskir bankar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira