Fótbolti

Dwamena lét fjar­lægja gang­ráð ári áður en hann lést

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raphael Dwamena í leik með spænska liðinu Levante.
Raphael Dwamena í leik með spænska liðinu Levante. getty/Quality Sport Images

Ganverski fótboltamaðurinn Raphael Dwamena, sem lést um helgina eftir að hafa hnigið niður í leik, lét fjarlægja gangráð úr sér fyrir ári.

Dwamena fékk hjartaáfall í leik Egnatia Rrogozhine og Partizani í albönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést. Dwamena var 28 ára.

Þegar Dwamena var á leið til Brighton fyrir sex árum kom í ljós að hann var með hjartagalla. Gangráður var græddur í Ganverjann en hann lét fjarlægja hann fyrir ári síðan að sögn læknis hans.

„Hann lést sökum virðingarveðrar persónulegrar ákvörðunar. Ef gangráðurinn hefði ekki verið fjarlægður væri Raphael enn á lífi,“ sagði læknirinn, Dr. Antonio Asso, við Sport á Spáni.

Asso ráðlagði Dwamena að hætta í fótbolta eftir að hjartagallinn kom í ljós. Hann greindi jafnframt frá því að Dwamena hefði sagt honum að gangráðurinn hefði einu sinni bjargað lífi hans.

Dwamena gekk í raðir Egnatia Rrogozhine um áramótin. Hann skoraði 24 mörk í 37 leikjum fyrir félagið. Hann lék níu leiki fyrir ganverska landsliðið og skoraði tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×