WHO greiddi hundrað konum 35 þúsund krónur vegna ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2023 11:01 Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur. AP/Jerome Delay Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greiddi 104 kongóskum konum, sem segja starfsmenn stofnunarinnar og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar hafa misnotað þær þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær. Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Um er að ræða einn versta skandal í sögu WHO. Fimm starfsmenn WHO hafa verið reknir vegna málsins. Alls hefur þó 21 starfsmaður WHO verið sakaður um kynferðisbrot og rannsóknarnefnd á vegum stofnunarinnar sagði árið 2021 að í heildina hefðu 83 sem komu að störfum WHO í Kongó verið sakaðir um kynferðisbrot. Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu árið 2021 að starfsmenn og aðrir WHO í Kongó hefðu brotið á konum á milli 2018 og 2020. Konurnar störfuðu við eldamennsku, þrif og annað en starfsmenn WHO kröfðu konurnar kynferðislegra greiða í skiptum fyrir störf. Heilbrigðisstarfsmenn að störfum í Kongó árið 2019. Þá geisaði þar ebólufaraldur.AP/Jerome Delay Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu í upphafi árs að yfirmenn WHO í Kongó á þessum tíma hefðu ekki brotið af sér í starfi. Ekki væri hægt að staðfesta ásakanir um að þeir hafi vitað af misnotkuninni. Í skjölum WHO, sem blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa komið höndum, yfir segir að þó 104 konur hafi fengi greitt, hafi ekki náðst samband við þriðjung kvennanna sem hafa sakað starfsmenn WHO og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar í Kongó um kynferðisbrot og að um tíu hafi neitað að taka við greiðslu. Til að fá peningana þurftu konurnar að gangast námskeið sem ætlað var til þess að hjálpa konunum að öðlast tekna. Ein kona sem segist hafa orðið ólétt eftir lækni WHO samdi um að fá lítinn landskika og áframhaldandi heilbrigðisþjónustu. Læknirinn samþykkti einnig að greiða konunni hundrað dali á mánuði, þar til barnið fæddist „til að vernda heilindi og orðspor WHO“, samkvæmt skjölunum. 250 dalir duga samkvæmt frétt AP til að greiða uppihaldskostnað í Kongó í um fjóra mánuði. Dr. Gaya Gamhewage leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi en hún ferðaðist til Kongó í mars og kom að því að greiða umræddum konum sem brotið var á.AP/Antoine Tardy Í svörum til AP segja talsmenn WHO að þessi upphæð byggi á matvælakostnaði í Kongó og viðmiðum stofnunarinnar varðandi það að greiða ekki of mikið í skaðabætur en eðlilegt telur miðað við samfélagið sem um ræðir. Var rætt við sérfræðinga í góðgerðarstörfum og starfsmenn annarra stofnan Sameinuðu þjóðanna. Í heildina greiddi WHO konunum 26 þúsund dali. Það samsvarar um einu prósenti af tveggja milljóna dala sjóð sem forsvarsmenn stofnunarinnar mynduðu og ætlað var að aðstoða fórnarlömb kynferðisofbeldi í tengslum við störf WHO og þá sérstaklega í Kongó. Dr. Gaya Gamhewage, sem leiðir baráttu WHO gegn kynferðisofbeldi, sagði í samtali við blaðamann AP að ljóst væri að WHO hefði ekki gert nóg og rætt yrði við konurnar um hvað væri hægt að gera meira fyrir þær.
Ebóla Vestur-Kongó Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira