„Höfum unnið hörðum höndum að þessu lengi og það þarf að fagna því“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 20:46 Fyrirliðinn og Noregsmeistarinn Ingibjörg. @VIFDamer „Mjög góð, mikill léttir að við náðum að sigla þessu heim. Blendnar tilfinningar, búnir að vera erfiðir dagar,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, Noregsmeistari í knattspyrnu, og Grindvíkingur í húð og hár í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira